Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 22:02 Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn hefur tekið gríðarlegum breytingum síðustu ár og er í miklu ójafnvægi. Það hefur ekki verið byggt í takti við fjölgun íbúa en það eru líka aðrir drifkraftar sem hafa haft sitt að segja um þá stöðu sem upp er komin. Áskoranirnar eru af ýmsum toga. Háir vextir og verðbólga. Innviðagjöld sveitarfélaga. Airbnb-væðingin. Það er ekki byggt í takt við þarfir markaðarins sem hefur valdið því að margar dýrar íbúðir seljast ekki þar sem fólk hefur ekki efni á þeim. Það vantar sárlega hagkvæmt húsnæði. Verð á húsnæði hefur hækkað verulega og gert kaup íbúðum sem sérlega vænan fjárfestingarkost. Íbúaverð hefur hækkað um meira en 150% á síðustu 10 árum. Sú hækkun er langt umfram verðbólgu á þeim tíma. Engin töfralausn í boði Húsnæðismálin verða ekki leyst með einni kviss bamm búmm aðgerð. Beita þarf fjölmörgum aðgerðum til að ná tökum á húnsæðismarkaðnum. Ein af þeim aðgerðum sem nýkynntur húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar felur í sér er að draga úr hvata til að safna að sér íbúðum. Það er gert með t.d. því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir og minnka skattaaflátt leigutekna. Þessi aðgerð er til þess fallin að draga úr hækkunum á húsnæðismarkaði og fjölga íbúðum í eigu einstaklinga sem búa þar sjálfir. Íbúðir nýtist sem heimili fólks ekki fjárfestingarvara Hversu margar íbúðir þarf einstaklingur að eiga? Það geta legið fjölmargar eðlilegar ástæður fyrir því að fólk eigi tvær íbúðir, t.a.m. fólk sem er nýtekið saman og á hvort um sig sína íbúð eða foreldrar sem vilja forða fullorðnum börnum sínum frá himinháum leigumarkaði og fjárfesta í íbúð svo börn þeirra búi við húsnæðisöryggi. En færri góðar ástæður liggja fyrir því að eiga þrjár íbúðir nema til að græða á þeim. 7.645 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir eða fleiri Alls eru 19.217 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 2 íbúðir, en 7.645 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga 3 eða fleiri íbúðir. Þróunin síðustu ár hefur farið í þá átt að sífellt fleiri eru að sanka að sér íbúðum. Árið 2005 voru tæp 74% íbúða í eigu einstaklinga á markaðnum í eigu slíkra sem áttu eina íbúð. Nú er þetta hlutfall er komið niður í 64%. Við þorum og framkvæmum Síðasta ríkisstjórn stóð frammi fyrir áþekkum áskorunum á síðasta kjörtímabili og sat aðgerðarlítil á hlíðarlínunni í þeirri von að þetta myndi allt reddast. Aðgerðarleysi er ekki í boði og við verðum að þora að taka ákvarðanir. Fyrsti húsnæðispakkinn er risastór aðgerð til að takast á við stöðuna sem er uppi. Framboð mun aukast, fleiri íbúðir munu nýtast sem heimili og kerfi sem voru ekki að virka lifna aftur til lífsins. En við erum ekki hætt. Þetta er bara byrjunin og þegar er búið að boða næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun