Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 7. nóvember 2025 17:02 Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Dómsmál Nýsköpun Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Of ströng túlkun hamlar framförum Þessi niðurstaða ætti að verða tilefni til umræðu um hver markmiðin eru hvað varðar persónuvernd og um jafnvægið milli verndar einstaklinga og þess að skapa umhverfi sem styður við nýsköpun og þar með verðmætasköpun. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að of ströng og ósveigjanleg túlkun persónuverndarlaga geti staðið í vegi fyrir rannsóknum og þróun og þar með nýsköpun. Það snýst ekki um að draga úr vernd einstaklinga heldur að tryggja traust og öryggi án þess að kæfa framfarir. Sérstaklega á þetta við í menntatækni. Þar hafa fyrirtæki og skólar lent í því að úrskurðir Persónuverndar, sem síðar hafa verið ógiltir, hafi tafið eða stöðvað verkefni sem miðuðu að því að bæta námsumhverfi og nýta gögn á ábyrgan hátt til að auka gæði menntunar. Þessi óvissa veldur því að mörg fyrirtæki sem þróa tæknilausnir þora ekki að stíga næstu skref, þó svo að tilgangurinn sé góður og gagnavinnslan í raun innan ramma laganna. GDPR í gylltum búning Samtök iðnaðarins gagnrýndu á sínum tíma hvernig staðið var að innleiðingu evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi. Í ljós hefur komið að gagnrýnin var réttmæt, í íslenskum rétti var gengið lengra í strangri túlkun reglugerðarinnar en þörf var á, með gullhúðun sem hefur gert framkvæmdina stífa og flókna. Þá hefur íslenskum fyrirtækjum reynst erfitt að fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig nauðsynlegt er að búa um hnútana til þess að þau uppfylli þær ströngu kröfur sem löggjöfin setur og Persónuvernd túlkar og beitir sér samkvæmt. Þörf á nýju jafnvægi Ef byggja á framtíð Íslands á þekkingu, þróun og nýsköpun er nauðsynlegt að enduskoða persónuverndarlöggjöfina og hvernig henni er beitt. Reglur sem eiga að vernda okkur mega ekki verða hindrun sem heldur aftur af framförum. Það er kominn tími til að stjórnvöld rýni í hlutverk og framkvæmd Persónuverndar með það að markmiði að tryggja skýra ogsanngjarna framkvæmd sem styður nýsköpun í stað þess að kæfa hana. Hulda Birna er sérfræðingur í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun