Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7.1.2026 12:49
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. Viðskipti innlent 6.1.2026 17:03
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. Viðskipti innlent 5.1.2026 14:50
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent 11.11.2025 18:25
Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hæstiréttur Íslands ógilti nýverið úrskurð Persónuverndar í máli sem sneri að Íslenskri erfðagreiningu og aðkomu fyrirtækisins að söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar.Dómurinn varpar ljósi á hversu langt íslensk stjórnvöld og Alþingi gengu við innleiðingu á evrópsku persónuverndarreglugerðinni (GDPR), hversu langt Persónuvernd hefur gengið í túlkun sinni á persónuverndarlögum og hvaða áhrif það hefur á atvinnulíf og nýsköpun hér á landi. Skoðun 7. nóvember 2025 17:02
Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu klukkan 14 í dag. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 13:33
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4. nóvember 2025 11:27
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 10:31
Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Viðskipti innlent 30. október 2025 23:24
Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Ísland í stóru myndinni er yfirskrift Nýsköpunarþings sem fram fer í Grósku milli klukkan 14 og 15:30 í dag. Viðskipti innlent 30. október 2025 13:33
Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu. Viðskipti innlent 29. október 2025 16:00
Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Viðskipti innlent 29. október 2025 09:45
Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Ímyndaðu þér heim þar sem rúðuþurrkan hefur aldrei verið fundin upp. Þar sem grunnurinn að tölvuforritun hefur aldrei verið lagður. Þar sem milljónir manna deyja enn úr malaríu vegna þess að enginn hefur uppgötvað artemisinín. Skoðun 27. október 2025 06:02
Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Gæsahúðin gerir oft vart við sig í spjallinu við Gísla Níls Einarsson, hjúkrunarfræðing, slökkviliðs- og sjúkraflutningamann, lýðheilsufræðing og framkvæmdastjóra Öldunnar. Áskorun 19. október 2025 08:00
Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Gervigreind sem verndar auðkenni fólks fyrir óprúttnum aðilum er prufukeyrð þessa dagana hér á landi. Íslenskt hugvit kemur í veg fyrir að andlit fólks sé nýtt í gervigreindarmyndböndum. Viðskipti innlent 17. október 2025 06:01
Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Viðskipti erlent 13. október 2025 10:13
Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi „Við ákváðum að byrja á því að þróa okkar lausn fyrir DK bókhaldskerfið því það er í notkun hjá yfir þrjátíu þúsund fyrirtækjum á Íslandi.,“ segir Erla Símonardóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Bella Books. Atvinnulíf 13. október 2025 07:02
Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Það virðist einhvern veginn mótsagnarkennt að ræða mygluveikindi við ungan, hraustan og jákvæðan mann. Og þó… Áskorun 5. október 2025 08:00
„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ „Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor. Atvinnulíf 29. september 2025 07:01
Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. Atvinnulíf 22. september 2025 07:02
Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Haraldur Þorleifsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ueno, nýtti glugga sem hann hafði til að endurvekja félagið fjórum árum eftir að það var selt til Twitter. Hann þurfti því ekki að kaupa það til baka en hann kveðst afar spenntur fyrir framhaldinu. Viðskipti innlent 10. september 2025 09:58
Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum. Viðskipti innlent 9. september 2025 13:31
Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. Innherji 26. ágúst 2025 16:36
„Við erum ekki að elta vísindaskáldskap“ Axelyf hefur lokið við fjármögnun upp á samtals tæplega 600 milljónir króna leidda af Brunni vaxtarsjóði II en líftæknifyrirtækið ætlar að hasla sér völl í næstu byltingu í svonefndri RNA-tækni, meðal annars þegar kemur að sjálfsofnæmissjúkdómum, en lausnirnar þar geta veitt nýja möguleika við að meðhöndla sjúkdóma sem hefðbundin lyf ná illa til. Forstjóri og einn stofnenda Axelyf, sem á rætur sínar að rekja til Íslands, segir að félagið sé „ekki að elta vísindaskáldskap“ heldur að byggja upp vettvang sem geti haft raunveruleg áhrif á líf fólks með flókin veikindi. Innherji 19. ágúst 2025 13:05
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. Atvinnulíf 18. ágúst 2025 07:01