Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar 9. desember 2025 11:15 Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nýsköpun Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun munu aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar