Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar 9. desember 2025 11:15 Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nýsköpun Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í síðustu viku að styrkja grunnstoðir íslensks þekkingarsamfélags. Ákveðið var að veita milljarði króna til viðbótar í rannsóknir og nýsköpun strax á næsta ári. Af þeirri hækkun renna 300 milljónir króna til Tækniþróunarsjóðs og 700 milljónir króna til Rannsóknasjóðs. Þessir sjóðir gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir íslenskt þekkingarsamfélag og er þessi innspýting því kærkomin og alveg skýrt að við þurfum að halda áfram að styrkja sjóðina með myndarlegum hætti. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri umsóknir í þessa sjóði fengið synjun, þrátt fyrir að fá hæstu gæðaeinkunn fagaðila. Færri doktorsnemar, nýdoktorar og frumkvöðlar fá þá tækifæri til að taka sín fyrstu skref. Von mín er að þessi hækkun sjóða hvetji okkar öfluga vísindafólk og frumkvöðla til að halda áfram sínu mikilvæga starfi. Við vitum að fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun skilar sér margfalt til baka. Samkeppnissjóðirnir styðja verkefni á upphafsreit – þar sem hugmyndir verða að þekkingu, þekking verður að lausnum og lausnir verða að fyrirtækjum, störfum og verðmætasköpun. Mörg framsæknustu útflutningsfyrirtæki landsins hófu vegferð sína með styrk úr samkeppnissjóðum á sviði nýsköpunar og rannsókna. Nýtum fjármagnið vel En það skiptir ekki aðeins máli hversu miklu fjármagni við verjum í sjóðina heldur einnig hvernig kerfið er byggt upp. Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um stuðning við vísindi og nýsköpun þar sem sjö sjóðum er fækkað í fjóra og skerpt er á hlutverki Rannís sem þjónustumiðstöð þekkingarsamfélagsins. Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um kerfisbundna söfnun tölulegra gagna um umsóknir og úthlutanir, áhrifamat á þriggja ára fresti og aukið aðgengi að niðurstöðum verkefna, þar á meðal rannsóknargögnum. Markmiðið er einfaldara kerfi, skýrari markmið og betri yfirsýn yfir hvernig opinberir fjármunir nýtast. Öflugir samkeppnissjóðir og skilvirkt regluverk eru tvær mikilvægar forsendur þess að Ísland standi áfram framarlega sem þekkingarsamfélag á alþjóðavísu. Höfundur er menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun