Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2026 08:00 Það er oft hlegið í samtalinu við Svövu Björk Ólafsdóttur, sem svo sannarlega hefur lært þá list að fylgja hjartanu og lifa drauminn, frekar en að vera á sjálfstýringu eins og hún segir svo margt fólk vera. Það er ekki óalgengt að fólk beri marga hatta, sér í lagi á Íslandi. Þar sem verkefnin á einni hendi geta verið æri mörg; uppeldi barna og heimilisrekstur, vinna, aukavinna og jafnvel auka-aukavinna og síðan alls kyns markmið. Eitt er þó að bera marga hatta en hitt er að þora að fylgja hjartanu. Sem er ekkert endilega alltaf það sama. Ég held að það séu ótrúlega margir sem lifa lífinu sínu á einhverri sjálfstýringu. Ráða sig í öruggt starf og síðan líður tíminn. Ég var sjálf stödd í þessu ferli einu sinni. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði engan áhuga á þessum störfum sem ég var að sækja um,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir og rifjar upp árið 2019, þegar hún stofnaði RATA með vinkonu sinni, ráðgjafafyrirtæki sem hún sinnir enn samhliða því að vera nýsköpunarstjóri Háskólans á Akureyri, framkvæmdastjóri IceBAN, englafjárfestir, móðir og sambýliskona. Og verðandi uppistandari. Því á Kaffi List þann 13. mars næstkomandi mun Svava stíga á svið í fyrsta sinn. Enda gamall draumur að verða leikkona. „Það sama kom í ljós hjá manninum mínum nokkrum árum síðar. Þá voru svona tímamót hjá honum, kaflaskil og atvinnuleit. Og verandi búin að læra af minni reynslu, spurði ég hann: En hvað langar þig mest að gera?“ Það sem kom í ljós var svar sem án efa margir ungir feður hugsa en fáir þora að segja upphátt: „Mig hefur reyndar alltaf langað til að vera heimavinnandi húsfaðir um tíma,“ svaraði barnsfaðirinn, sambýlismaðurinn, söngvarinn, tónlistarmaðurinn og verðandi píanóstillingarmaðurinn þá, Bjarni Þór Bragason. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Í dag ætlum við að heyra hvernig sumt fólk fer að því að láta draumana sína rætast. Barnlaus í heimsreisu, í Japan og síðan með synina í Danmörku: Stóra ástin í lífi Svövu er tónlistarmaðurinn Bjarni Þór Bragason en synirnir þeirra eru Elías Hjörtur, átta ára og Bjartur Smári, tveggja ára. Rifist um ísskáp Svava er tvíburi, fædd 25. september árið 1981. „Ég er ráðandi tvíburinn, talaði fyrir bróður minn. Allt þar til hann gerði uppreisn á unglingsárunum og ég loksins lærði að hætta því,“ segir Svava og hlær. Enda er oft hlegið í viðtalinu. Spjallið er einfaldlega svo skemmtilega smitandi. Svava flutti nokkuð oft þegar hún var lítil en segist Norðlendingur því um tíma bjó hún á Hvammstanga og síðar á Sauðárkróki og um tíma á Akureyri en stóra málið er sveitin. „Því ég var með annan fótinn á Reykjum í Hrútafirði í sveit hjá ömmu. Mamma býr þar við hliðina á, á litlum bæ sem heitir Grænahlíð og þar er stórfjölskyldan búin að gera sér sælureit. Við erum því oft þar.“ Faðir Svövu er Ólafur Jakobsson og móðir hennar er Jóhanna Einarsdóttir en þau eru skilin. Tvíburabróðirinn heitir Sindri og til viðbótar við hann á Svava systurina Elísabetu sem er tveimur árum eldri. Að eiga tvíburabróður og systur á svipuðum aldri kom sér vel þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur á unglingsárunum þar sem þau bjuggu í þrjú ár og Svövu leið afar vel. Alls konar myndir úr fjölskyldualbúminu en Svava er tvíburi og segir að allt fram á unglingsárin hafi hún verið ráðandi tvíburinn. Þá gerði Sindri bróðir hennar uppreisn og hún loks lærði að tala ekki fyrir hann. Svava flutti aftur til Íslands 18 ára, og fór þá í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði stúdentinn í MH í Reykjavík. Að flytja landshorna á milli, leigja með vinkonu og fara í skóla fannst Svövu ekkert mál þótt hún væri ung. „Nei, ég hef alltaf verið dugleg að redda mér og alltaf dugleg að finna mér vinnu og vinna mikið,“ segir Svava og nefnir sérstaklega að það starf sem hún hafi elskað að starfa við í mörg ár og þá sérstaklega í námi var að vera þjónn. „Þegar ég var 19 ára rakst ég á spænskan kokk úti á götu að rífast við bílstjóra á sendibíl um ísskáp sem sá síðarnefndi var að flytja. Ég skarst í leikinn og var sammála bílstjóranum,“ segir Svava en skýrir svo sem ekki nánar um hvað rifrildið var. En þegar rifrildinu lauk, skrifaði ég símanúmerið á miða, afhenti kokkinum og bað hann um að athuga hjá eigandanum hvort ég gæti fengið vinnu á veitingastaðnum sem þarna var!“ Ótrúlegt en satt þá fékk Svava vinnuna og hjá veitingastaðnum Tapas barinn endaði hún með að starfa í um þrjú ár, það síðasta sem yfirþjónn. Svava er ástfangin upp fyrir haus. Bjarni er átta árum yngri en hún, sem hún segir hafa verið mjög skrýtna upplifun í upphafi en eftirá að hyggja henti það henni einstaklega vel að vera með sér yngri manni. Svövu er oft strítt á aldursmuninum en segist reyndar sjálf dugleg að gantast með hann. Ástin hitti í hjartað Svövu langaði til að verða leikkona. „Ég reyndi að komast inn í leiklistina í Listaháskólanum en það gekk ekki, kláraði ferðamálafræðina þó fyrir sunnan en fluttist síðan á Akureyri,“ segir Svava. Þá 28 ára að verða 29 ára. Um ástarmálin á þessum tíma segir hún: „Það var ekkert að frétta í þeim á þessum tíma, ég hafði þó verið í sambandi. En mér fannst staðan frekar óspennandi því ég hafði farið á nokkur stefnumót og upplifði þau þannig að hitta menn á mínum aldri sem töluðu eiginlega mest um sínar fyrrverandi,“ segir Svava og hálf hrópar upp yfir sig. „Ég var eiginlega farin að gera ráð fyrir að mögulega yrði ég bara piparjúnka,“ segir Svava íbygginn á svip. Svona eins og til að hita upp fyrir ástarsöguna. Sem kemur núna næst: En eftir nokkra mánuði fyrir norðan sé ég þennan unga og hávaxna myndarlega mann. Nema hvað ….. að hann var átta árum yngri en ég!“ Rétt tvítugur og að hennar mati því kandídat sem kom ekki til greina. „En síðan eru liðin sextán ár, því þetta var árið 2011 og við höfum ekki séð hvort af öðru síðan,“ segir Svava svo og skellihlær. Tengdafjölskyldan. Svava kynntist Bjarna á Akureyri en byrjaði á því að draga hann suður til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Í árslok 2024 fluttu þau á Akureyri aftur og segir Svava lífsgæðin sem skapast við að búa úti á landi dásamleg. „Mér fannst þetta reyndar svakalega skrýtið fyrst. Var oft sjálf: Ómægod, hvað er ég að gera?! Og enn í dag er mér oft strítt af aldursmuninum okkar. En það er aðallega af vinkonum eða mér sjálfri,“ segir Svava og útskýrir að hún gantist nú oft um aldursmuninn sjálf. Bjarni er reyndar ótrúlega gömul sál og tekst það sem fáum tekst en það er að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“ Synirnir eru tveir: Elías Hjörtur, átta ára og Bjartur Smári, tveggja ára. „Eftir á að hyggja held ég reyndar að það hafi hentað mínum karakter sérstaklega vel að taka saman við mér yngri mann, enda er ég orðin 36 ára þegar eldri strákurinn okkar fæðist,“ segir Svava allt í einu hugsi. Hugmyndasmiðir fá styrk, KLAK, konur í nýsköpun og fleira. Svava svo sannarlega brennur fyrir nýsköpun í allri sinni dýrð, enda starfar hún samhliða öðru sem nýsköpunarstjóri Háskólans á Akureyri sem hún segir frábæran vinnustað. Engin leikskólabið Ástfangin upp fyrir haus fannst Svövu samt engin spurning að skötuhjúin þyrftu að flytja suður til Reykjavíkur, sem þau og gerðu og í Háskólanum í Reykjavík lauk Svava meistaragráðu í verkefnastjórnun árið 2015. Svava var enn í því námi þegar hún byrjaði að vinna hjá því sem nú heitir KLAK en þá var kallað Klak Innovit og síðar Icelandic Startups. „Og ég elska nýsköpun!“ segir hún nú og ljómar öll. Við tekur löng ræða um mikilvægi nýsköpunar. Hvernig nýsköpunin er í rauninni drifkrafturinn og undirstaðan fyrir allri framþróun og velsæld. Enda er Svava svo sem frumkvöðull sjálf. Því hún stofnaði Hugmyndasmiði sem er fræðsluverkefni og stökkpallur fyrir frumkvöðla framtíðar. „Árið 2019 var mér farið að finnast ég vera komin í hring hjá KLAK, ég hætti og fór í þennan hefðbundna feril: Að sækja um vinnur hér og þar.“ Svava segir að naflaskoðunin sem hún fór þó í gegnum á þessum tíma hafi leitt ýmislegt í ljós um hvað hana langaði í raun að gera. Sem endaði með því að hún stofnaði RATA með vinkonu sinni og sérhæfði sig þar sérstaklega í ráðgjöf og verkefnastjórnun tengdri nýsköpun, góðum samskiptum og fleira. Árið 2024 hringir vinkona hennar á Akureyri í hana. „Hún segir mér að Háskólinn á Akureyri sé að auglýsa starf sem er eins og skrifað fyrir mig,“ segir Svava og hlær. Ekki bara vegna þess að henni fannst fáránleg tilhugsun að flytja norður heldur líka vegna þess að í ráðgjafaverkefni sem hún hafði um tveimur árum áður unnið fyrir HA hafði hún einmitt mælt með því að stöðugildi nýsköpunarstjóra yrði sett á laggirnar. „En síðan fórum við Bjarni bara að ræða þetta, hvort mögulega Akureyri væri málið. Því við eigum fjölskyldu þarna og ákveðin veikindi hafa gert það að verkum að við höfðum oft um það rætt, að það gæti verið gott að vera meira nálægt fólkinu okkar.“ Úr varð að hjónin ákváðu að láta slag standa. Við vissum líka að á höfuðborgarsvæðinu myndum við eflaust ílengjast í fæðingarorlofi því biðlistar á leikskóla eru svo langir. Á Akureyri komst orkuboltinn okkar hann Bjartur samt bara strax til dagmömmu og svo á leikskóla því þar er miklu minni bið, ef einhver.“ Það er alltaf gaman hjá vinkonunum Hafdísi Huld Björnsdóttur og Svövu, sem saman eiga ráðgjafafyrirtækið RATA. Svava og Hafdís eiga það sameiginlegt að rækta markmið og áhugamál sem jafnvel öðru fólki dytti ekki í hug að framkvæma. Að vera engill En förum aðeins yfir þessa helstu hatta sem Svava ber á höfðinu í dag. Í fyrsta lagi er það nýsköpunarstjórastarfið hjá háskólanum sem Svava segir æðislegt starf. Háskólinn á Akureyri sé einfaldlega svo frábær vinnustaður. „Hér vinn ég að nýsköpun þvert á allar deildir og svið. Við vinnum líka mikið með frumkvöðlum í Drift EA á Akureyri sem er frábær miðstöð og vinnum líka að því að sá fræjum nýsköpunar í samfélaginu.“ Í maí 2024 stóð Svava að stofnun IceBAN (Icelandic Business Angel Network) með Jóni Inga Bergsteinssyni, sem jafnframt er stjórnarformaður samtakanna. Svava hafði þá unnið að því í um ár að stofna samtökin. Sannkallaðir englar: Með Jóni Inga Bergssteinssyni formanni IceBAN sem eru samtök sem þau stofnuðu fyrir íslenska englafjárfesta. IceBAN er að erlendri fyrirmynd og byggir á að efla og styðja við fólk sem vill fjárfesta í smærri upphæðum. Stuðningsaðilar og vinkonur. „Jón Ingi er sjálfur englafjárfestir sem þekkti það umhverfi vel frá Danmörku þar sem hann seldi fyrirtæki sem hann stofnaði árið 2022. En þegar hann kom til Íslands á ný áttaði hann sig á því að þennan vettvang vantaði fyrir englafjárfesta hér,“ segir Svava en í stuttu máli má segja að IceBAN séu félagasamtök íslenskra englafjárfesta sem vinna að því að efla fræðslu og stuðning við englafjárfesta á öllum stigum. „Það eru margir alveg frábærir englar til á Íslandi og síðan er líka fullt af fólki sem á kannski pening sem það langar til að setja í nýsköpun en veit ekki alveg hvernig það eigi að bera sig að,“ segir Svava og útlistar hvernig oftast séu þetta sömu nöfnin sem heimur frumkvöðla reyni að ná til. Með IceBAN sé hins vegar kominn vettvangur eins og þekkist erlendis, þar sem englafjárfestar fá til dæmis aðgang að fjárfestingatækifærum í gegnum vefgátt, geta tekið þátt í reglulegum fjárfestakynningum og fleira. „Við erum meira að segja að búa til þann vettvang fyrir englafjárfesta að geta sett saman í púkk og þannig stigið inn í fjármögnun saman,“ nefnir Svava sem dæmi um stemninguna meðal engla. Svava segir alla í raun geta stefnt á að verða englafjárfestar. Því þetta eru viðráðanlegar upphæðir. Ég hef til dæmis sjálf fjárfest fyrir um 2,5 milljónir króna í þremur fyrirtækjum.“ Vinir, vandamenn og samnemendur úr HR. Það eru alls konar myndir í albúmi Svövu sem fyrst og fremst segist hafa lært það af sinni naflaskoðun hversu mikilvægt það er að hugsa út frá því hvað manni langar að gera. Ekki að gera ósjálfrátt það sem sjálfstýringin segir. Draumar hjóna rætast Svava segir þau hjónin upplifa lífið á Akureyri sem leið til að upplifa drauminn sinn. Ég labba á Fálkafell tvisvar í viku en labba alla daga í vinnuna. Og ég er ekki að ýkja eða grínast þegar ég segi þér að ég stoppa oft og iðulega og horfi bara í kringum mig og hugsa: Vá, þvílík lífsgæði að búa hérna. Þessi náttúra og þessi gleði.“ Svava segir samfélagið taka vel á móti fólki eins og þeim hjónum. „Bjarni er til dæmis að læra að stilla píanó, sem vantar hér fyrir norðan enda er hann úti um allan bæ, má segja, að stilla píanó.“ Að starfa sem tónlistarmaður var stóri draumur Bjarna. „Þegar Bjarni fór í gegnum sína naflaskoðun spurði ég: Ef þú værir orðinn gamall maður, hvað værir þú hræddastur við að sjá eftir í lífinu? Og hann svaraði: Að hafa aldrei reynt fyrir mér sem tónlistarmaður.“ Þar með var svarið í raun komið. Draumurinn væri að verða söngvari og tónlistarmaður sem þýðir að vinnutími Bjarna er oft óreglulegur. Fyrir vikið hafa skötuhjúin í raun miðað við að hann sjái meira um heimili og börn á meðan Svava er að vinna. „Enda dásamlegur kokkur,“ segir Svava og lýsir því með tilþrifum hvað eiginmaðurinn á það til að elda góðan kvöldmat. „Bjarni kennir söng í Tónræktinni og elskar líka kóra og er í einhverjum þremur kórum alla vega,“ bætir Svava við og ljóst að forangi hjá þeim hjónum er að ástríðunum og áhugamálunum sé bæði sinnt og þau ræktuð. Svava segir ótrúlega valdeflandi að hafa markmið og ná þeim. Hér uppi á Fálkafelli sem hún gengur tvisvar í viku. Að verða uppistandari er meðal markmiða fyrir þetta árið og þann 13.mars næstkomandi mun Svava stíga á svið í fyrsta sinn en það verður á Kaffi List. Svava er ótrúlega góð í að setja sér markmið og að fylgja þeim eftir þannig að árangur náist. Sem mögulega skýrir út hvers vegna henni gengur svona vel að vera með svona marga hatta á höfði. Árið 2023 setti hún sér það til dæmis sem markmið að labba í það minnsta hálftíma á hverjum degi og ná 100 kílómetrum að jafnaði á mánuði. Á endanum var hún búin að labba kílómetrafjölda sem samsvaraði hringnum í kringum Ísland. „Það er ótrúlega valdeflandi að ná markmiðum sínum og nú er ég búin að setja mér markmið um að ná 100 ferðum upp á Fálkafell á þessu ári. Síðan setti ég mér markmið um að fara á golfnámskeið og að búa um rúmið á hverjum morgni og að vera ekki með símann á milli klukkan 16-19 því það er heilagasti fjölskyldutíminn,“ nefnir Svava sem dæmi um nokkur markmið fyrir árið 2026. Í fyrra fór Svava á spunanámskeið hjá Improv Ísland, sem skýrir út hvers vegna hún, ásamt þremur öðrum, er nú að fara að stíga á stokk sem uppistandari í fyrsta sinn. „Við erum fjögur. Þar af erum við tvö sem höfum aldrei stigið á svið sem uppistandarar áður,“ segir Svava og hreinlega hlær að tilhlökkuninni einni saman. Allt er þetta þó partur af því að þora að láta draumana sína rætast, að fylgja hjartanu. „Uppistand er gott dæmi um það hvernig maður getur ögrað sjálfum sér en reynt að hafa gaman af því um leið. Og kannski að lífið snúist svolítið um það: Að staldra aðeins við og taka stöðuna á því hvað okkur langar í raun að gera. Ég fór í gegnum mína naflaskoðun og komst þá að því að það sem skiptir mig mestu máli er fjölskyldan annars vegar og það að hafa frelsi og þor til að fylgja innsæinu mínu eftir hins vegar og sinna því sem ég brenn helst fyrir.“ Starfsframi Nýsköpun Akureyri Tengdar fréttir „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Hann er bæjarstjóri í Hafnarfirði og hún er kennari í Álftanesskóla. Saman eru þau hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal, sem nýverið stofnuðu Instagramsíðuna Nýtt í hverjum mánuði á Instagram. 28. desember 2025 08:02 Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01 Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Sjá meira
Eitt er þó að bera marga hatta en hitt er að þora að fylgja hjartanu. Sem er ekkert endilega alltaf það sama. Ég held að það séu ótrúlega margir sem lifa lífinu sínu á einhverri sjálfstýringu. Ráða sig í öruggt starf og síðan líður tíminn. Ég var sjálf stödd í þessu ferli einu sinni. Þegar ég áttaði mig á því að ég hafði engan áhuga á þessum störfum sem ég var að sækja um,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir og rifjar upp árið 2019, þegar hún stofnaði RATA með vinkonu sinni, ráðgjafafyrirtæki sem hún sinnir enn samhliða því að vera nýsköpunarstjóri Háskólans á Akureyri, framkvæmdastjóri IceBAN, englafjárfestir, móðir og sambýliskona. Og verðandi uppistandari. Því á Kaffi List þann 13. mars næstkomandi mun Svava stíga á svið í fyrsta sinn. Enda gamall draumur að verða leikkona. „Það sama kom í ljós hjá manninum mínum nokkrum árum síðar. Þá voru svona tímamót hjá honum, kaflaskil og atvinnuleit. Og verandi búin að læra af minni reynslu, spurði ég hann: En hvað langar þig mest að gera?“ Það sem kom í ljós var svar sem án efa margir ungir feður hugsa en fáir þora að segja upphátt: „Mig hefur reyndar alltaf langað til að vera heimavinnandi húsfaðir um tíma,“ svaraði barnsfaðirinn, sambýlismaðurinn, söngvarinn, tónlistarmaðurinn og verðandi píanóstillingarmaðurinn þá, Bjarni Þór Bragason. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Í dag ætlum við að heyra hvernig sumt fólk fer að því að láta draumana sína rætast. Barnlaus í heimsreisu, í Japan og síðan með synina í Danmörku: Stóra ástin í lífi Svövu er tónlistarmaðurinn Bjarni Þór Bragason en synirnir þeirra eru Elías Hjörtur, átta ára og Bjartur Smári, tveggja ára. Rifist um ísskáp Svava er tvíburi, fædd 25. september árið 1981. „Ég er ráðandi tvíburinn, talaði fyrir bróður minn. Allt þar til hann gerði uppreisn á unglingsárunum og ég loksins lærði að hætta því,“ segir Svava og hlær. Enda er oft hlegið í viðtalinu. Spjallið er einfaldlega svo skemmtilega smitandi. Svava flutti nokkuð oft þegar hún var lítil en segist Norðlendingur því um tíma bjó hún á Hvammstanga og síðar á Sauðárkróki og um tíma á Akureyri en stóra málið er sveitin. „Því ég var með annan fótinn á Reykjum í Hrútafirði í sveit hjá ömmu. Mamma býr þar við hliðina á, á litlum bæ sem heitir Grænahlíð og þar er stórfjölskyldan búin að gera sér sælureit. Við erum því oft þar.“ Faðir Svövu er Ólafur Jakobsson og móðir hennar er Jóhanna Einarsdóttir en þau eru skilin. Tvíburabróðirinn heitir Sindri og til viðbótar við hann á Svava systurina Elísabetu sem er tveimur árum eldri. Að eiga tvíburabróður og systur á svipuðum aldri kom sér vel þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur á unglingsárunum þar sem þau bjuggu í þrjú ár og Svövu leið afar vel. Alls konar myndir úr fjölskyldualbúminu en Svava er tvíburi og segir að allt fram á unglingsárin hafi hún verið ráðandi tvíburinn. Þá gerði Sindri bróðir hennar uppreisn og hún loks lærði að tala ekki fyrir hann. Svava flutti aftur til Íslands 18 ára, og fór þá í Verkmenntaskólann á Akureyri og kláraði stúdentinn í MH í Reykjavík. Að flytja landshorna á milli, leigja með vinkonu og fara í skóla fannst Svövu ekkert mál þótt hún væri ung. „Nei, ég hef alltaf verið dugleg að redda mér og alltaf dugleg að finna mér vinnu og vinna mikið,“ segir Svava og nefnir sérstaklega að það starf sem hún hafi elskað að starfa við í mörg ár og þá sérstaklega í námi var að vera þjónn. „Þegar ég var 19 ára rakst ég á spænskan kokk úti á götu að rífast við bílstjóra á sendibíl um ísskáp sem sá síðarnefndi var að flytja. Ég skarst í leikinn og var sammála bílstjóranum,“ segir Svava en skýrir svo sem ekki nánar um hvað rifrildið var. En þegar rifrildinu lauk, skrifaði ég símanúmerið á miða, afhenti kokkinum og bað hann um að athuga hjá eigandanum hvort ég gæti fengið vinnu á veitingastaðnum sem þarna var!“ Ótrúlegt en satt þá fékk Svava vinnuna og hjá veitingastaðnum Tapas barinn endaði hún með að starfa í um þrjú ár, það síðasta sem yfirþjónn. Svava er ástfangin upp fyrir haus. Bjarni er átta árum yngri en hún, sem hún segir hafa verið mjög skrýtna upplifun í upphafi en eftirá að hyggja henti það henni einstaklega vel að vera með sér yngri manni. Svövu er oft strítt á aldursmuninum en segist reyndar sjálf dugleg að gantast með hann. Ástin hitti í hjartað Svövu langaði til að verða leikkona. „Ég reyndi að komast inn í leiklistina í Listaháskólanum en það gekk ekki, kláraði ferðamálafræðina þó fyrir sunnan en fluttist síðan á Akureyri,“ segir Svava. Þá 28 ára að verða 29 ára. Um ástarmálin á þessum tíma segir hún: „Það var ekkert að frétta í þeim á þessum tíma, ég hafði þó verið í sambandi. En mér fannst staðan frekar óspennandi því ég hafði farið á nokkur stefnumót og upplifði þau þannig að hitta menn á mínum aldri sem töluðu eiginlega mest um sínar fyrrverandi,“ segir Svava og hálf hrópar upp yfir sig. „Ég var eiginlega farin að gera ráð fyrir að mögulega yrði ég bara piparjúnka,“ segir Svava íbygginn á svip. Svona eins og til að hita upp fyrir ástarsöguna. Sem kemur núna næst: En eftir nokkra mánuði fyrir norðan sé ég þennan unga og hávaxna myndarlega mann. Nema hvað ….. að hann var átta árum yngri en ég!“ Rétt tvítugur og að hennar mati því kandídat sem kom ekki til greina. „En síðan eru liðin sextán ár, því þetta var árið 2011 og við höfum ekki séð hvort af öðru síðan,“ segir Svava svo og skellihlær. Tengdafjölskyldan. Svava kynntist Bjarna á Akureyri en byrjaði á því að draga hann suður til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Í árslok 2024 fluttu þau á Akureyri aftur og segir Svava lífsgæðin sem skapast við að búa úti á landi dásamleg. „Mér fannst þetta reyndar svakalega skrýtið fyrst. Var oft sjálf: Ómægod, hvað er ég að gera?! Og enn í dag er mér oft strítt af aldursmuninum okkar. En það er aðallega af vinkonum eða mér sjálfri,“ segir Svava og útskýrir að hún gantist nú oft um aldursmuninn sjálf. Bjarni er reyndar ótrúlega gömul sál og tekst það sem fáum tekst en það er að vera alltaf samkvæmur sjálfum sér.“ Synirnir eru tveir: Elías Hjörtur, átta ára og Bjartur Smári, tveggja ára. „Eftir á að hyggja held ég reyndar að það hafi hentað mínum karakter sérstaklega vel að taka saman við mér yngri mann, enda er ég orðin 36 ára þegar eldri strákurinn okkar fæðist,“ segir Svava allt í einu hugsi. Hugmyndasmiðir fá styrk, KLAK, konur í nýsköpun og fleira. Svava svo sannarlega brennur fyrir nýsköpun í allri sinni dýrð, enda starfar hún samhliða öðru sem nýsköpunarstjóri Háskólans á Akureyri sem hún segir frábæran vinnustað. Engin leikskólabið Ástfangin upp fyrir haus fannst Svövu samt engin spurning að skötuhjúin þyrftu að flytja suður til Reykjavíkur, sem þau og gerðu og í Háskólanum í Reykjavík lauk Svava meistaragráðu í verkefnastjórnun árið 2015. Svava var enn í því námi þegar hún byrjaði að vinna hjá því sem nú heitir KLAK en þá var kallað Klak Innovit og síðar Icelandic Startups. „Og ég elska nýsköpun!“ segir hún nú og ljómar öll. Við tekur löng ræða um mikilvægi nýsköpunar. Hvernig nýsköpunin er í rauninni drifkrafturinn og undirstaðan fyrir allri framþróun og velsæld. Enda er Svava svo sem frumkvöðull sjálf. Því hún stofnaði Hugmyndasmiði sem er fræðsluverkefni og stökkpallur fyrir frumkvöðla framtíðar. „Árið 2019 var mér farið að finnast ég vera komin í hring hjá KLAK, ég hætti og fór í þennan hefðbundna feril: Að sækja um vinnur hér og þar.“ Svava segir að naflaskoðunin sem hún fór þó í gegnum á þessum tíma hafi leitt ýmislegt í ljós um hvað hana langaði í raun að gera. Sem endaði með því að hún stofnaði RATA með vinkonu sinni og sérhæfði sig þar sérstaklega í ráðgjöf og verkefnastjórnun tengdri nýsköpun, góðum samskiptum og fleira. Árið 2024 hringir vinkona hennar á Akureyri í hana. „Hún segir mér að Háskólinn á Akureyri sé að auglýsa starf sem er eins og skrifað fyrir mig,“ segir Svava og hlær. Ekki bara vegna þess að henni fannst fáránleg tilhugsun að flytja norður heldur líka vegna þess að í ráðgjafaverkefni sem hún hafði um tveimur árum áður unnið fyrir HA hafði hún einmitt mælt með því að stöðugildi nýsköpunarstjóra yrði sett á laggirnar. „En síðan fórum við Bjarni bara að ræða þetta, hvort mögulega Akureyri væri málið. Því við eigum fjölskyldu þarna og ákveðin veikindi hafa gert það að verkum að við höfðum oft um það rætt, að það gæti verið gott að vera meira nálægt fólkinu okkar.“ Úr varð að hjónin ákváðu að láta slag standa. Við vissum líka að á höfuðborgarsvæðinu myndum við eflaust ílengjast í fæðingarorlofi því biðlistar á leikskóla eru svo langir. Á Akureyri komst orkuboltinn okkar hann Bjartur samt bara strax til dagmömmu og svo á leikskóla því þar er miklu minni bið, ef einhver.“ Það er alltaf gaman hjá vinkonunum Hafdísi Huld Björnsdóttur og Svövu, sem saman eiga ráðgjafafyrirtækið RATA. Svava og Hafdís eiga það sameiginlegt að rækta markmið og áhugamál sem jafnvel öðru fólki dytti ekki í hug að framkvæma. Að vera engill En förum aðeins yfir þessa helstu hatta sem Svava ber á höfðinu í dag. Í fyrsta lagi er það nýsköpunarstjórastarfið hjá háskólanum sem Svava segir æðislegt starf. Háskólinn á Akureyri sé einfaldlega svo frábær vinnustaður. „Hér vinn ég að nýsköpun þvert á allar deildir og svið. Við vinnum líka mikið með frumkvöðlum í Drift EA á Akureyri sem er frábær miðstöð og vinnum líka að því að sá fræjum nýsköpunar í samfélaginu.“ Í maí 2024 stóð Svava að stofnun IceBAN (Icelandic Business Angel Network) með Jóni Inga Bergsteinssyni, sem jafnframt er stjórnarformaður samtakanna. Svava hafði þá unnið að því í um ár að stofna samtökin. Sannkallaðir englar: Með Jóni Inga Bergssteinssyni formanni IceBAN sem eru samtök sem þau stofnuðu fyrir íslenska englafjárfesta. IceBAN er að erlendri fyrirmynd og byggir á að efla og styðja við fólk sem vill fjárfesta í smærri upphæðum. Stuðningsaðilar og vinkonur. „Jón Ingi er sjálfur englafjárfestir sem þekkti það umhverfi vel frá Danmörku þar sem hann seldi fyrirtæki sem hann stofnaði árið 2022. En þegar hann kom til Íslands á ný áttaði hann sig á því að þennan vettvang vantaði fyrir englafjárfesta hér,“ segir Svava en í stuttu máli má segja að IceBAN séu félagasamtök íslenskra englafjárfesta sem vinna að því að efla fræðslu og stuðning við englafjárfesta á öllum stigum. „Það eru margir alveg frábærir englar til á Íslandi og síðan er líka fullt af fólki sem á kannski pening sem það langar til að setja í nýsköpun en veit ekki alveg hvernig það eigi að bera sig að,“ segir Svava og útlistar hvernig oftast séu þetta sömu nöfnin sem heimur frumkvöðla reyni að ná til. Með IceBAN sé hins vegar kominn vettvangur eins og þekkist erlendis, þar sem englafjárfestar fá til dæmis aðgang að fjárfestingatækifærum í gegnum vefgátt, geta tekið þátt í reglulegum fjárfestakynningum og fleira. „Við erum meira að segja að búa til þann vettvang fyrir englafjárfesta að geta sett saman í púkk og þannig stigið inn í fjármögnun saman,“ nefnir Svava sem dæmi um stemninguna meðal engla. Svava segir alla í raun geta stefnt á að verða englafjárfestar. Því þetta eru viðráðanlegar upphæðir. Ég hef til dæmis sjálf fjárfest fyrir um 2,5 milljónir króna í þremur fyrirtækjum.“ Vinir, vandamenn og samnemendur úr HR. Það eru alls konar myndir í albúmi Svövu sem fyrst og fremst segist hafa lært það af sinni naflaskoðun hversu mikilvægt það er að hugsa út frá því hvað manni langar að gera. Ekki að gera ósjálfrátt það sem sjálfstýringin segir. Draumar hjóna rætast Svava segir þau hjónin upplifa lífið á Akureyri sem leið til að upplifa drauminn sinn. Ég labba á Fálkafell tvisvar í viku en labba alla daga í vinnuna. Og ég er ekki að ýkja eða grínast þegar ég segi þér að ég stoppa oft og iðulega og horfi bara í kringum mig og hugsa: Vá, þvílík lífsgæði að búa hérna. Þessi náttúra og þessi gleði.“ Svava segir samfélagið taka vel á móti fólki eins og þeim hjónum. „Bjarni er til dæmis að læra að stilla píanó, sem vantar hér fyrir norðan enda er hann úti um allan bæ, má segja, að stilla píanó.“ Að starfa sem tónlistarmaður var stóri draumur Bjarna. „Þegar Bjarni fór í gegnum sína naflaskoðun spurði ég: Ef þú værir orðinn gamall maður, hvað værir þú hræddastur við að sjá eftir í lífinu? Og hann svaraði: Að hafa aldrei reynt fyrir mér sem tónlistarmaður.“ Þar með var svarið í raun komið. Draumurinn væri að verða söngvari og tónlistarmaður sem þýðir að vinnutími Bjarna er oft óreglulegur. Fyrir vikið hafa skötuhjúin í raun miðað við að hann sjái meira um heimili og börn á meðan Svava er að vinna. „Enda dásamlegur kokkur,“ segir Svava og lýsir því með tilþrifum hvað eiginmaðurinn á það til að elda góðan kvöldmat. „Bjarni kennir söng í Tónræktinni og elskar líka kóra og er í einhverjum þremur kórum alla vega,“ bætir Svava við og ljóst að forangi hjá þeim hjónum er að ástríðunum og áhugamálunum sé bæði sinnt og þau ræktuð. Svava segir ótrúlega valdeflandi að hafa markmið og ná þeim. Hér uppi á Fálkafelli sem hún gengur tvisvar í viku. Að verða uppistandari er meðal markmiða fyrir þetta árið og þann 13.mars næstkomandi mun Svava stíga á svið í fyrsta sinn en það verður á Kaffi List. Svava er ótrúlega góð í að setja sér markmið og að fylgja þeim eftir þannig að árangur náist. Sem mögulega skýrir út hvers vegna henni gengur svona vel að vera með svona marga hatta á höfði. Árið 2023 setti hún sér það til dæmis sem markmið að labba í það minnsta hálftíma á hverjum degi og ná 100 kílómetrum að jafnaði á mánuði. Á endanum var hún búin að labba kílómetrafjölda sem samsvaraði hringnum í kringum Ísland. „Það er ótrúlega valdeflandi að ná markmiðum sínum og nú er ég búin að setja mér markmið um að ná 100 ferðum upp á Fálkafell á þessu ári. Síðan setti ég mér markmið um að fara á golfnámskeið og að búa um rúmið á hverjum morgni og að vera ekki með símann á milli klukkan 16-19 því það er heilagasti fjölskyldutíminn,“ nefnir Svava sem dæmi um nokkur markmið fyrir árið 2026. Í fyrra fór Svava á spunanámskeið hjá Improv Ísland, sem skýrir út hvers vegna hún, ásamt þremur öðrum, er nú að fara að stíga á stokk sem uppistandari í fyrsta sinn. „Við erum fjögur. Þar af erum við tvö sem höfum aldrei stigið á svið sem uppistandarar áður,“ segir Svava og hreinlega hlær að tilhlökkuninni einni saman. Allt er þetta þó partur af því að þora að láta draumana sína rætast, að fylgja hjartanu. „Uppistand er gott dæmi um það hvernig maður getur ögrað sjálfum sér en reynt að hafa gaman af því um leið. Og kannski að lífið snúist svolítið um það: Að staldra aðeins við og taka stöðuna á því hvað okkur langar í raun að gera. Ég fór í gegnum mína naflaskoðun og komst þá að því að það sem skiptir mig mestu máli er fjölskyldan annars vegar og það að hafa frelsi og þor til að fylgja innsæinu mínu eftir hins vegar og sinna því sem ég brenn helst fyrir.“
Starfsframi Nýsköpun Akureyri Tengdar fréttir „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Hann er bæjarstjóri í Hafnarfirði og hún er kennari í Álftanesskóla. Saman eru þau hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal, sem nýverið stofnuðu Instagramsíðuna Nýtt í hverjum mánuði á Instagram. 28. desember 2025 08:02 Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01 Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05 „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00 Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Sjá meira
„Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Hann er bæjarstjóri í Hafnarfirði og hún er kennari í Álftanesskóla. Saman eru þau hjónin Valdimar Víðisson og Sigurborg Geirdal, sem nýverið stofnuðu Instagramsíðuna Nýtt í hverjum mánuði á Instagram. 28. desember 2025 08:02
Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ „Ég veit ekki einu sinni hvenær ég á að hafa tíma til að búta til kjötsúpuna sem er víst algjört möst fyrir fjölskylduna áður en ég fer,“ segir Stefán Haukur Erlingsson og skellihlær. 16. nóvember 2025 08:01
Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. 3. mars 2025 07:05
„Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Þegar Bryndís Valsdóttir, heimspekingur, kennari og fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og atvinnumanneskja erlendis er spurð um æskuna, nefnir hún skólagönguna fyrst og fremst. 12. október 2025 07:00
Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði „Þetta er erfiðasta hjónaband sem ég hef verið í,“ segir Sigurður Kristinn Lárusson framkvæmdastjóri skellihlæjandi þegar hann lýsir frábæru sambandi sínu við meðeiganda sinn í Stálvík, Jón Trausta Sverrisson. 7. september 2025 08:00