Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun