Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 6. nóvember 2025 12:45 Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að líta á fjárhagsáætlun sem línur í Excel-skjali sem enginn hefur áhuga á. En fyrir borg sem þjónar 140 þúsund manns eru fjárhagsáætlanir ekki bara bókhald heldur yfirlýsing um gildin sem við störfum eftir. Fjárhagsáætlanir segja til um hvað við teljum vera mikilvægt með því hverju við forgangsröðum og hverju við fjárfestum í. Þegar ég kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í vikunni var það í fyrsta sinn frá Covid þar sem öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar er náð. Það er ekki sjálfsagt. Það er afleiðing af því að við í meirihlutanum höfum tekið meðvitaðar, oft erfiðar en ábyrgðarfullar ákvarðanir. Við höfum valið að halda uppi þjónustu við fólk, sérstaklega börn og fjölskyldur, í stað þess að bregðast við efnahagsþrýstingi með niðurskurði. Þegar við segjum að öllum fjárhagsmarkmiðum borgarinnar sé náð þýðir það að borgin er ekki rekin með halla, launakostnaður er innan ramma, skuldsetning er innan viðmiða og veltufé er nægt til að standa undir framkvæmdum. Reykjavík er þannig ekki bara rekstrarhæf heldur er hún fjárhagslega stöðug og sjálfbær þó að hún hafi staðið frammi fyrir fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Það hefði auðvitað verið auðvelt að skera niður til að mæta fjárhagslegum erfiðleikum eins og best má sjá á tillögum minnihlutans. Þau hefðu frestað framkvæmdum, fært fjárfestingar aftar í röðina og skorið niður þjónustu. En við völdum aðra leið. Við völdum að verja kjarnaþjónustu borgarinnar og halda áfram að byggja borg fyrir fólk. Og það gerðum við á sama tíma og við snerum rekstri borgarinnar í plús. Það er pólitísk ákvörðun sem er ekki tilviljun. Við tókum ákvörðun um að hafna niðurskurðarstefnu minnihlutans og frekar forgangsraða því sem skiptir máli: börnin og fjölskyldur þeirra. Á árunum 2026–2030 verða leikskólar, grunnskólar og frístundastarf áfram stærsti fjárfestingaliður borgarinnar. Þetta er ekki bara vegna þess að börn eiga skilið góðar aðstæður. Það er líka vegna þess að fjárfesting í menntun, leik, félagsfærni og heilsu barna skilar sér margfalt til baka í gegnum betri lýðheilsu, minni félagslegan kostnað og sterkara samfélag. Það er ekki kostnaður að byggja leikskóla, það er fjárfesting. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að fjárhagsáætlanir veki pólitískar umræður. En stundum skýrist umræðan best í gegnum andstæður. Þegar við lögðum til aukna fjárfestingu í leikskólum og skólum hafa fulltrúar minnihlutans haldið því fram að borgin þurfi að skera flatt niður rekstur til að ná tökum á fjármálunum. Raunin hefur verið þveröfug. Með ábyrgum rekstri erum við að skila afgangi og á sama tíma að fjárfesta í fólki. Þetta sýnir að það er hægt að reka borg á traustum grunni án þess að fórna þjónustu. Við veljum uppbyggingu. Þau hefðu valið niðurskurð. Það er munurinn. Höfundur er borgarstjóri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun