Kleinuhringir eða kaffi? Árný Björg Blandon skrifar 2. júlí 2019 13:33 Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Neytendur Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Dunkin Donuts og Krispy Kreme eru mjög góðir kleinuhringir, eru best þekktir í Bandaríkjunum, seljast gríðarlega vel og hafa gert í fleiri áratugi. Það var því ekki skrýtið að þeim voru gerðir möguleikar á að seljast eins og heitar lummur hér á landi. Það gerðist þó ekki. Málið er dautt eftir stuttan tíma. Ég hef búið í Bandaríkjunum, reyndar í heil 9 ár og öll þau ár var stoppað við í Dunkin Donuts á leið til vinnu, í hádegishléinu og oft um helgar til að kaupa kaffi. Ekki til að kaupa kleinuhring eða annað góðgæti en það fékk munnvatnið þó af stað við lykt og sjón og þess vegna fékk maður sér oft hring með kaffinu. Í Bandaríkjunum gengur Dunkin Donuts fyrst og fremst út á kaffið. Þekki Krispy Kreme ekki á sama hátt. En oft er auglýsingin yfir DD stöðunum “COFFEE AND MORE”. Kaffið kostaði mig í kringum $2:00. Allskonar bragðtegundir og nokkrar stærðir, small, medium og large. Gott ef ekki er hægt að fá extra large. Classic kleinuhringur kostaði ca. $0.90 cent. Þannig að það er augljóst að þeir græða á kaffinu. Það er aðalsöluvaran. Kleinuhringir og annað meðlæti selst einnig vel af því að það er svo gott með kaffinu. Hér á landi fer fólk mikið í bakarí til að kaupa brauð og þar eru kleinuhringirnir bara nokkuð góðir, eða á mörgum stöðum og ég hef heyrt frá fólki að þeir séu ekkert síðri en Dunkin Donuts. Það er ekkert endilega betra að vera með kurl og krem á þeim. Spennandi kannski af og til. Og þar sem fólk hér á landi fer mikið frekar á kaffihús til að fá sér kaffi heldur en á kleinuhringjastaði, þá varð Dunkin Donuts svolítið útundan enda kostuðu hringirnir sitt, því þeir voru aðalsöluvaran og áttu að halda staðnum uppi. Það varð ekki raunin. Dunkin Donust þrífst vel í Ameríkunni vegna kaffisölunnar. Kleinuhringirnir eru bara með.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar