Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:01 Fjöldi ófrjósemisaðgerða hjá körlum hefur tvöfaldast frá aldamótum. VISIR/GETTY Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira