Rukka 200 krónur fyrir klósettferð á BSÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:05 Hér má sjá gjaldtökuhliðið við salernisaðstöðu BSÍ. Vísir/Birgir Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira