Drögum úr ójöfnuði Sonja Ýr Þorbergsdóttir og formaður BSRB skrifa 21. janúar 2019 07:00 Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Krafa launafólks um að allir geti lifað af á launum sínum hefur verið áberandi í umræðunni og verður í forgrunni þegar kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB losna í lok mars. Sú krafa beinist ekki síður að stjórnvöldum en launagreiðendum enda til lítils að hækka laun þeirra lægst launuðu ef kjarabæturnar eru hirtar aftur af fólki í gegnum skattkerfið. Í viðræðum BSRB við stjórnvöld leggjum við höfuðáherslu á breytingar á skattkerfinu, úrbætur á húsnæðismarkaði, styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingu. Skattkerfið hefur á undanförnum árum verið notað til að auka misskiptinguna í samfélaginu. Álögurnar á þá sem minnstar hafa tekjurnar hafa aukist og barnabætur og vaxtabætur setið eftir. Á sama tíma hafa tekjur þeirra tekjuhæstu aukist verulega. Með öðrum orðum, byrðunum hefur verið velt af þeim sem eru aflögufærir og yfir á lágtekju- og millitekjuhópana. Við eigum ekki að hika við að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki til að auka hér félagslegan stöðugleika. Við hjá BSRB viljum frekari þrepaskiptingu í tekjuskattkerfinu og að mögulegar skattalækkanir eigi að útfæra þannig að þær komi þeim tekjulægri til góða. Þá er það ekki síður mikilvægt réttlætismál að skattlagning tekna komi eins út fyrir fólk sama hvort tekjurnar heita launatekjur eða fjármagnstekjur. Eigi launafólk að geta lifað af laununum sínum verður að grípa tafarlaust til aðgerða á húsnæðismarkaði og tryggja ódýrara og hagkvæmara húsnæði um land allt, enda fer hátt hlutfall ráðstöfunartekna launafólks í kostnað við leigu eða kaup á húsnæði. Þar þurfa stjórnvöld að horfa til uppbyggingar leigufélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, með því að auka stofnframlög til félaga sem hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Það eru miklar væntingar gerðar til stjórnvalda um að draga úr ójöfnuði og óstöðugleika í samfélaginu. Nú er komið að því að standa undir þeim væntingum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar