Það sem þjóðin vill ekki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:00 Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar