Glæpur gegn mannkyni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 „Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Við grétum þegar við flúðum. Afrakstur 25 ára erfiðisvinnu tapaðist. Tími minn er senn á enda, en hvað verður um börn mín og barnabörn?“ „Það hlupu allir eins og fætur toguðu til að sleppa á lífi. Ég gat ekki einu sinni borið börnin mín.“ „Ég var heppin. Það nauðguðu mér bara þrír menn.“ Þetta er aðeins brotabrot af þeim hörmungum sem fórnarlömb þjóðernishreinsana mjanmarska hersins lýstu fyrir rannsakendum á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan var birt í gær og fjallað er um hana Fréttablaðinu í dag. Raunir Róhingja í Mjanmar frá því að hreinsanirnar miklu hófust í ágúst á síðasta ári eru nú þegar orðnar að einhverjum mestu hörmungum samtímans. Á upplýsingaöld, þegar við ættum með réttu að vera tengdari hvert öðru, upplýstari um raunir annarra og full hluttekningar í garð bræðra okkar og systra, hafa Róhingjar af einhverjum ástæðum mætt afgangi. Þetta agnarsmáa þjóðarbrot, í kringum 1,5 til 2 milljónir manna í Mjanmar og Bangladess, er alvant því að heimsbyggðin láti sér á sama standa. Undanfarna áratugi hafa Róhingjar þurft að þola útskúfun, ofbeldi, skert mannréttindi og svikin loforð. Róhingjar börðust við hlið Breta í seinna stríði, en fengu hvorki uppfyllt loforðið um sjálfstæði né viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Hörmungarnar nú eiga rætur að rekja til atburða í ágúst á síðasta ári þegar herskáir Róhingjar gerðu mannskæðar árásir á herstöðvar í Mjanmar. Svar mjanmarskra yfirvalda var þjóðernishreinsun. Í kringum sjö hundruð þúsund Róhingjar flúðu hreinsanirnar yfir landamærin að Bangladess. Hershöfðingjar og leiðtogar Mjanmar, þar á meðal Aung San Suu Kyi, handhafi friðarverðlauna Nóbels, hafna því að þjóðernishreinsanir eigi sér stað. Þau hafa hótað að fangelsa blaðamenn sem freista þess að varpa ljósi á stöðu mála. Niðurstaða skýrslu rannsóknarnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna staðfestir það sem margir hafa haldið fram, en fáir viljað segja upphátt. Yfirvöld í Mjanmar hafa orðið uppvís að einhverjum skelfilegustu glæpum gegn mannlegri reisn og tilvist sem um getur. Hópnauðganir á konum, barnsmorð, fjöldamorð og tortíming heilu þorpanna – allt eru þetta gjaldgengar aðferðir mjanmarskra yfirvalda til að ná markmiði sínu um útrýmingu Róhingja. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður til að draga þá til ábyrgðar sem brotið hafa gegn mannkyni. Ísland hefur verið meðal dyggustu stuðningsríkja dómstólsins og okkur ber að berjast fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkunum í Mjanmar verði látnir sæta ábyrgð, á sama tíma og við réttum fámennri þjóð Róhingja hjálparhönd.
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun