Íslenskan á tímum örra breytinga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júlí 2018 07:00 Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun