

Þar sem er reykur, þar er eldur - þegar konur verða brunarústir
Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent.
En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann.
Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi.
Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál.
Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk.
Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma.
Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar.
Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur.
Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu.
Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar