Þurrt þing Davíð Þorláksson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun