Íslenski boltinn

KSÍ telur eðlilega skýringu á milljónagreiðslum til Geirs

Benedikt Bóas skrifar
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ. Vísir/Anton
Í ársskýrslu KSÍ, sem birtist um helgina, kemur fram að skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um fjögur prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent.

Þar eiga laun og launauppgjör við fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson, sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra stóran þátt. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reikningarnir verði skýrðir á ársþinginu sem fram fer á laugardag.



KSÍ lét 179 milljónir til aðildarfélaga til að styrkja barna- og unglingastarf.vísir/vilhelm
„Geir var áfram í vinnu eftir að síðasta ársþingi lauk. Hann fór utan á okkar vegum, átti óúttekið orlof og fékk starfslokasamning í ljósi þess að hann var starfsmaður hér í meira en 20 ár,“ segir Klara. Hún bætir við að Geir hafi ekki fengið 11 milljóna eingreiðslu og hafi unnið og sinnt verkefnum í rúma tvo mánuði eftir síðasta ársþing.

Búast má við nokkuð fjörugu þingi því þó bæði karla- og kvennalandsliðið sé á topp 20 á styrkleikalistum FIFA og eigið fé KSÍ hafi verið 539 milljónir króna í árslok eru ekki allir sáttir við KSÍ. Þeir formenn knattspyrnufélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær bentu á að of mikil athygli væri að fara í gullgæsina, sem er karlalandsliðið, og sagði einn að það vantaði jafnvægi, eins og hann orðaði það.


Tengdar fréttir

Stjórn KSÍ leggur til að fara skosku leiðina

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvaða tillögur verða teknar fyrir á 72. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×