Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2025 22:47 Louis Van Gaal var þjálfari Bayern þegar Müller sprakk út sem ungur leikmaður. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar. Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.
Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira