„Gerðum gott úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 19:26 Halldór á hliðarlínunni í leik dagsins, hann átti eftir að blotna töluvert meira eftir því sem leið á. vísir / hulda margrét Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. „Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
„Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira