Frans páfi forðaðist að nefna Róhingja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Frans páfi með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa Mjanmar. vísir/afp Frans páfi nefndi þjóðflokk Róhingja ekki á nafn í gær í ræðu sem hann flutti í kjölfar fundar með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa og þjóðarleiðtoga Mjanmar. Páfi er nú á þriðja degi heimsóknar sinnar þar í landi en hann hefur áður tjáð sig um þjáningar Róhingja, sem Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin segja verða fyrir barðinu á þjóðernishreinsunum af hálfu stjórnvalda og hersins. Alls hafa meira en 620.000 Róhingjar flutt til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í ágúst. Ríkisstjórn Mjanmar hafnar því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Er það vegna þess að stjórnvöld, sem og stór hluti landsmanna, líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess og ekki beri að líta á þá sem einn af þjóðflokkum Mjanmar. Er Róhingjum til að mynda neitað um ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort þeir fæðist í Mjanmar eða ekki. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, sem um eitt prósent landsmanna tilheyrir, hafði varað Frans við notkun heitisins og varð hann við þeirri viðvörun.Félagasamtök sem berjast fyrir réttindum Róhingja skoruðu hins vegar á Frans að nota heitið. Í ágúst tjáði páfi sig um þjóðflokkinn. „Sorglegar fréttir hafa borist af ofsóknum á hendur bræðrum okkar og systrum úr þjóðflokki Róhingja. Við biðjum Drottin um að bjarga þeim og um að hjálpa góðu fólki við að hjálpa þeim,“ sagði páfi þá, ófeiminn við notkun heitisins. En þótt páfi hafi ekki nefnt þjóðflokkinn á nafn var augljóst um hvað ræða hans snerist. „Það verður að ríkja friður í Mjanmar. Sá friður þarf að byggjast á virðingu fyrir réttindum hvers og eins, virðingu fyrir þjóðflokkum, virðingu fyrir lögum og reglu og virðingu fyrir lýðræðinu sem gerir öllum einstaklingum kleift að láta gott af sér leiða.“ Páfi hélt áfram máli sínu og sagði að mannfólkið væri helsti fjársjóður Mjanmar. Fólkið hefði þjáðst mikið, og þjáðist enn, vegna átaka innan ríkisins. Þessar illdeilur hefðu varað of lengi og markað djúp sár. „Nú þegar þjóðin vinnur að því að koma á friði á ný verður það að vera í forgangi að lækna þessi sár.“ Langstærstur hluti Mjanmara er búddistar en Frans sagði það ekki eiga að valda deilum. „Trúarlegur ágreiningur þarf ekki að leiða til óeiningar og vantrausts. Slík fjölbreytni getur skapað samheldni, fyrirgefningu og umburðarlyndi,“ sagði Frans. Í dag stendur til að páfi sæki messu með kaþólikkum í Yangon en þegar heimsókninni lýkur er á dagskrá páfa að fara yfir landamærin og til Bangladess til þess að hitta fámennan hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja. Sjálf hélt Suu Kyi einnig ræðu eftir fundinn. Sagðist hún hafa skilning á því að ástandið í Rakhine-héraði hefði fangað athygli heimsbyggðarinnar og að félagsleg, efnahagsleg og pólitísk vandamál hefðu eytt trausti og skilningi, samhljómi og samstarfi á milli mismunandi samfélaga í héraðinu. Suu Kyi hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki harðar á ofsóknunum, enda handhafi friðarverðlauna Nóbels. Var hún meðal annars svipt frelsisorðu ensku borgarinnar Oxford á mánudag. Þó er óvíst að Suu Kyi hafi næg völd til að stýra aðgerðum hersins í Rakhine enda fer herinn með þrjú ráðuneyti og hefur þriðjung þingsæta. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Frans páfi nefndi þjóðflokk Róhingja ekki á nafn í gær í ræðu sem hann flutti í kjölfar fundar með Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafa og þjóðarleiðtoga Mjanmar. Páfi er nú á þriðja degi heimsóknar sinnar þar í landi en hann hefur áður tjáð sig um þjáningar Róhingja, sem Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin segja verða fyrir barðinu á þjóðernishreinsunum af hálfu stjórnvalda og hersins. Alls hafa meira en 620.000 Róhingjar flutt til Bangladess frá því ofbeldi braust út í Rakhine-héraði í ágúst. Ríkisstjórn Mjanmar hafnar því að þjóðflokkurinn kallist Róhingjar og kallar þá þess í stað Bengala. Er það vegna þess að stjórnvöld, sem og stór hluti landsmanna, líta svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur frá Bangladess og ekki beri að líta á þá sem einn af þjóðflokkum Mjanmar. Er Róhingjum til að mynda neitað um ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort þeir fæðist í Mjanmar eða ekki. Kaþólska kirkjan í Mjanmar, sem um eitt prósent landsmanna tilheyrir, hafði varað Frans við notkun heitisins og varð hann við þeirri viðvörun.Félagasamtök sem berjast fyrir réttindum Róhingja skoruðu hins vegar á Frans að nota heitið. Í ágúst tjáði páfi sig um þjóðflokkinn. „Sorglegar fréttir hafa borist af ofsóknum á hendur bræðrum okkar og systrum úr þjóðflokki Róhingja. Við biðjum Drottin um að bjarga þeim og um að hjálpa góðu fólki við að hjálpa þeim,“ sagði páfi þá, ófeiminn við notkun heitisins. En þótt páfi hafi ekki nefnt þjóðflokkinn á nafn var augljóst um hvað ræða hans snerist. „Það verður að ríkja friður í Mjanmar. Sá friður þarf að byggjast á virðingu fyrir réttindum hvers og eins, virðingu fyrir þjóðflokkum, virðingu fyrir lögum og reglu og virðingu fyrir lýðræðinu sem gerir öllum einstaklingum kleift að láta gott af sér leiða.“ Páfi hélt áfram máli sínu og sagði að mannfólkið væri helsti fjársjóður Mjanmar. Fólkið hefði þjáðst mikið, og þjáðist enn, vegna átaka innan ríkisins. Þessar illdeilur hefðu varað of lengi og markað djúp sár. „Nú þegar þjóðin vinnur að því að koma á friði á ný verður það að vera í forgangi að lækna þessi sár.“ Langstærstur hluti Mjanmara er búddistar en Frans sagði það ekki eiga að valda deilum. „Trúarlegur ágreiningur þarf ekki að leiða til óeiningar og vantrausts. Slík fjölbreytni getur skapað samheldni, fyrirgefningu og umburðarlyndi,“ sagði Frans. Í dag stendur til að páfi sæki messu með kaþólikkum í Yangon en þegar heimsókninni lýkur er á dagskrá páfa að fara yfir landamærin og til Bangladess til þess að hitta fámennan hóp flóttamanna úr þjóðflokki Róhingja. Sjálf hélt Suu Kyi einnig ræðu eftir fundinn. Sagðist hún hafa skilning á því að ástandið í Rakhine-héraði hefði fangað athygli heimsbyggðarinnar og að félagsleg, efnahagsleg og pólitísk vandamál hefðu eytt trausti og skilningi, samhljómi og samstarfi á milli mismunandi samfélaga í héraðinu. Suu Kyi hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki harðar á ofsóknunum, enda handhafi friðarverðlauna Nóbels. Var hún meðal annars svipt frelsisorðu ensku borgarinnar Oxford á mánudag. Þó er óvíst að Suu Kyi hafi næg völd til að stýra aðgerðum hersins í Rakhine enda fer herinn með þrjú ráðuneyti og hefur þriðjung þingsæta.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00 Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Til stendur að senda hundruð þúsunda flóttamanna aftur til Mjanmar frá Bangladess. Flóttamenn margir hverjir hræddir við að snúa aftur og mannréttindabaráttusamtök gagnrýna samkomulagið harðlega. 24. nóvember 2017 07:00
Bandaríkin íhuga refsiaðgerðir gegn einstaklingum í Búrma Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar hins vegar efnahagsþvinganir gegn stjórnvöldum í Búrma vegna ofsókna gegn rohingjamúslimum. 15. nóvember 2017 10:34
Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00