Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 08:58 Úkraínskir hermenn við störf í Karkív. Vísir/EPA Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. „Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
„Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira