Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 10:35 Donald Trump ætlar að lögsækja BBC. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC. Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC.
Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira