
Af hverju Samfylkingin?
Ekki bara fyrir kosningar
Fyrir það fyrsta þarf að muna að það skiptir ekki mestu máli hvað menn segja fyrir kosningar, heldur hvað menn gera. Það er vissulega áhugavert að sjá ýmsa Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn spretta nú upp og lofa 300 þúsund króna lágmarksgreiðslum til lífeyrisþega. Við fluttum hins vegar um það tillögu, ekki einu sinni heldur þrisvar. Og þeir felldu þær tillögur, ekki einu sinni heldur þrisvar. Á kjörtímabilinu höfum við líka barist gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að loka bóknámsdeildum framhaldsskólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri og gegn endurteknum lækkunum veiðigjalda, á sama tíma og stórútgerðin skilar methagnaði.
Við höfum reynslu
Það má margt segja um Samfylkinguna en þjóðin veit hvar hjarta hennar slær. Okkar fyrsta verk í ríkisstjórn var að hækka lægstu lífeyrisgreiðslur um 42% og að þeirri hækkun bjuggu lífeyrisþegar í hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur ekki um eina krónu og hækkuðum lífeyri langt umfram lagaskyldu strax árið 2011. Við vörðum sem kostur er útgjöld til velferðarmála og náðum að auka við framlög til Landspítalans síðasta ríkisstjórnarárið okkar og það var í fyrsta sinn frá aldamótum sem raunaukning varð í framlögum þangað. Við réðumst í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og hófum byggingu 400 rýma vítt og breitt um landið. Á öllum þessum sviðum varð stórastopp eftir að ný ríkisstjórn komst til valda.
Við gerbreyttum reglum um skuldamál einstaklinga með styttingu fyrningartíma gjaldþrota, greiðsluaðlögun og öðrum greiðsluúrræðum. Fyrir vikið komust þúsundir heimila í gegnum þessa kreppu án þess að missa íbúðarhúsnæði sitt og án þess að dragnast með skuldahala með sér áratugum saman, eins og alltaf hefur áður gerst í niðursveiflu á Íslandi.
Við höfum metnað
Við létum ekki duga að verja velferðina. Við réðumst í breytingar á sjávarútvegskerfinu og náðum því fram að alvöru veiðigjöld voru lögð á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum eftir að ná fram fyrningu aflaheimilda og uppboði lausra aflaheimilda, til að hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og fyrir harðfylgi okkar í stjórnarandstöðu á þjóðin þann möguleika að taka þann þráð upp að nýju. Og við hófum gríðarlega metnaðarfullt endurskoðunarferli stjórnarskrár, sem leiða þarf til lykta á nýju kjörtímabili.
Verkefnin fram undan
Á nýju kjörtímabili þarf metnaðarfulla atvinnustefnu sem tryggir okkur betur launuð störf, svo okkur haldist á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni við önnur lönd. Við þurfum fjölbreytta menntun til að standa undir þeim störfum. Til þess þarf mikla aukningu í framlögum til háskóla og átak í verk- og tæknimenntun. Velferð hér verður að standast samjöfnuð við velferð í nágrannalöndunum og til þess eru nú öll tækifæri. Við þurfum líka að leysa úr brýnum velferðarvanda. Ný kynslóð kemst ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við viljum veita henni forskot, með því að heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta fyrstu fimm áranna, til að auðvelda fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár húsnæðiskostnaður leikur marga úr þeim hópi grátt. Við viljum hækka lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með sama hætti og lágmarkslaun og það þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta háum húsnæðiskostnaði lífeyrisþega.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar