Framsæknar þjóðir fjárfesta í þekkingu Steinunn Gestsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.03.2025 Halldór Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun