Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:31 Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Landhelgisgæslan Færeyjar Bensín og olía Rekstur hins opinbera Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun