Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 20. mars 2025 11:31 Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Landhelgisgæslan Færeyjar Bensín og olía Rekstur hins opinbera Mest lesið Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu. Fram kom í Morgunblaðinu í nóvember í fyrra að gæslan hefði sparað yfir 100 milljónir króna á árinu með olíukaupum í Færeyjum. Ef stofnun á vegum stjórnvalda, sem þó er ekki í neinum samkeppnisrekstri, treystir sér ekki til þess að kaupa olíu hér á landi vegna kostnaðar, er þá ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvort ekki sé of langt gengið? Aftur og aftur Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti var hækkað enn einn ganginn um áramótin, um 60%. Það dugði stjórnvöldum skammt því nú er búið að leggja til að gjaldið verði hækkað enn á ný, nú um 27,6%. Hætt er við að hrollur hafi farið um forstjóra Landhelgisgæslunnar við þessi tíðindi og ferðunum til Færeyja gæti hæglega fjölgað. Íslensk fiskiskip geta reyndar fæst leyft sér þann munað að sigla til Færeyja eftir olíu, en þau sem það geta munu vafalaust fara að fordæmi Landhelgisgæslunnar í auknum mæli. Löskuð samkeppnisstaða Afleiðing hærri gjalda er veikari samkeppnisstaða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum. Hér verður að geta þess að um 98% af íslensku sjávarfangi eru seld á alþjóðlegum markaði. Ef íslenskur sjávarútvegur á að rísa undir skyldum sínum sem ein helsta stoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi, verður hann að vera samkeppnishæfur þar. Og þar er ekki hægt að velta olíukostnaði út í verðlag sjávarafurða. Afstaða stjórnvalda í Danmörku og Noregi er mjög áhugaverð í þessu samhengi, en bæði ríki hafa nýlega ákveðið að undanskilja fiskiskip að mestu leyti frá slíku gjaldi vegna þess að það skerðir samkeppnisstöðu, eykur svokallaðan kolefnisleka og minnkar verðmætasköpun heima fyrir. Það er meðal annars gert vegna þess að engin lausn er í boði eins og sakir standa þegar kemur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir grænni orkugjafa. Hærra gjald – lægri tekjur Fyrirséð er að hækkun á kolefnisgjaldi leiði til erlendrar olíutöku og losunin flyst því til annarra landa (kolefnisleki) vegna hærri gjalda í heimalandi, eins og reynsla Norðmanna sýnir og hin íslenska Landhelgisgæsla er líka að feta þann veg. Norðmenn áætla að áður en þeir ákváðu að falla frá gjaldinu hafi kolefnisleki þar verið 50% vegna hærri gjalda en hjá samkeppnisþjóðum. Útgerðir geta í dag fengið olíu í Færeyjum á 28% lægra verði en hér á landi. Með fyrirhugaðri breytingu eykst munurinn í 34%. Verði olía sótt til annarra landa eru jafnframt mun meiri líkur á að skip landi afla sínum þar – eins og SFS vöruðu stjórnvöld við fyrir áramót. Afleiðingin er augljós, verðmæti flytjast úr landi og olíukaup líka. Þar með gæti hækkun á kolefnisgjaldi skilað aukinni olíunotkun en samt skilað minna í ríkissjóð þegar upp væri staðið, svo ekki sé talað um áhrif á vinnslur og afkomu fólks víða um land. SFS hafa fullan skilning á nauðsyn þess að lögfesta nýtt tekjuöflunarkerfi fyrir ökutæki og eldsneyti, meðal annars með upptöku kílómetragjalds. Það helgast að sjálfsögðu af því að stjórnvöld þurfa að huga í auknum mæli að endurbótum á vegakerfinu. Slíku er ekki fyrir að fara úti á rúmsjó. Því er ótækt að blanda slíku gjaldi saman við frekari hækkun kolefnisgjalds á skipagasolíu eins og gert er nú. Það er óþarfi að hafa orð SFS fyrir því að of langt sé gengið; hægt er að spyrja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar