Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 20. mars 2025 16:00 Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar