Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar 22. mars 2025 13:02 Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun