Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar 22. mars 2025 13:02 Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar