Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 21. mars 2025 14:02 Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Downs-heilkenni Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag þann 21. mars er Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis, degi sem er fagnað um víða veröld. Það eru viðburðir víða um heim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, í bæjum og borgum og það er fólk út um allt í ósamstæðum sokkum. Í dag er dagur til að gleðjast, dagur þar sem við fögnum fjölbreytileikanum, við gleðjumst yfir því sem við höfum og njótum. Í dag er líka góður dagur til að hlúa að fjölbreytileikanum og muna að þó að við fögnum í dag að þá eru fleiri dagar í árinu. Það er ekki annara að breyta og bæta samfélag okkar, það er verkefni hvers og eins okkar. Við fögnum í raun fjölbreytileikanum með okkar viðhorfum, með okkar daglegu ákvörðunum og athöfnum. Einstaklingar með Downs heilkenni auðga samfélag okkar eins og svo margir aðrir hópar samfélagsins. Það er okkar verkefni að skapa tækifæri á vinnumarkaði, í félagsstarfi, íþróttastarfi í menningu og listum. Skapa fjölbreyttari tækifæri í framhaldsskólum, í iðnnámi og í háskóla. Við þurfum ekki að vera að gera eitthvað fyrir fólk með Downs heilkenni. Við þurfum aðeins að gera það sem við höfum áður gert, það er að tryggja jöfn tækifæri. Þegar við sannarlega gerum það að þá auðgum við samfélag okkar, bætum kjör okkar og lífsgæði allra. Það að ganga í ósamstæðum sokkum í dag minnir okkur mikilvægi fjölbreytileikans. Það minnir okkur einnig á mikilvægi þess að verðandi foreldrar séu meðvitaðir um þá gæfu sem það er að eignast barn með Downs heilkenni. Við erum sem betur fer svo margbreytilegur hópur sem myndum samfélag okkar, leggjum okkur í sameiningu fram um að gera samfélagið okkar enn betra með enn virkari þátttöku einstaklinga með Downs heilkenni í leik og starfi. Sameinumst í (ósamstæðum) sokkum og fögnum fjölbreytileikanum. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkenni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar