Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 21. mars 2025 06:02 Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun