Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 21. mars 2025 06:02 Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar