Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 21. mars 2025 06:02 Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu fyrsta barns míns var ég spennt að mæta, búin að standa í brjóstagjöf og bleyjuskiptum í marga mánuði og gat ekki beðið eftir því að hitta fólk. Þegar ég kom til vinnu eftir fæðingu þriðja barnsins míns var ég full kvíða og engan veginn tilbúin að takast á við vinnuna sem beið. Ég kveið því mest að þurfa að taka við hamingjuóskum eða upplifa það að fólk forðaðist mig. Hvers vegna? Þriðja barnið mitt fæddist andvana eftir 34 vikna meðgöngu. Eftir sex mánuði hafði ég enn ekki vanist því að segja frá að barnið mitt hefði dáið. En ég fékk þó sex mánaða leyfi. Ég vann hjá alþjóðastofnun í New York á þessum tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir andvana fæðingu barns við missi eftir 22 vikna meðgöngu og eftir því fór minn vinnustaður. Hefði ég verið á Íslandi hefði leyfið verið helmingi minna eða bara þrír mánuðir. En nú verður vonandi breyting á. Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp stjórnar um breytingar á sorgarleyfi sem miðar að því að veita foreldrum, sem missa barn eftir 22 vikna meðgöngu, sex mánaða sorgarleyfi. Við hjá Gleym mér ei styrktarfélagi krossum fingur og vonum að þingheimur samþykki þessa réttarbót. Ef miðað er við meðaltal á árunum 2019-2023 eru slíkar fæðingar um ein á mánuði á Íslandi og mun því ekki hafa mikil útgjöld í för með sér, en breytingin mun skipta öllu fyrir þau sem á þurfa að halda. Á sama tíma viljum við hjá Gleym mér ei hvetja til þess að skoða betur réttindi þeirra sem missa fyrir 22 vikna meðgöngu. Breytingarnar sem nú liggja fyrir munu veita þeim sem missa á 18-22 vikna meðgöngu þriggja mánaða leyfi, í stað tveggja, og er það vel. Gleym mér ei vill hins vegar leggja til að þriggja mánaða sorgarleyfi miðist við missi eftir 12 vikna meðgöngu, í stað 18 vikna. Við höfum átt fjölda samtala við heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafa, og ekki síst okkar skjólstæðinga, um nauðsyn þess að taka betur utan um þennan hóp. Þess má geta að fjöldi kvenna sem missa barn á 12-22 viku meðgöngu er um 4-6 að meðaltali á mánuði á Íslandi. Eins og margir þekkja, er skimað fyrir fósturfrávikum við 12 og 20 vikna meðgöngu. Ef fósturlát verður eða alvarlegur fósturgalli kemur í ljós í 12 vikna sónar ganga foreldrar í gegnum fæðingu með tilheyrandi álagi, bæði líkamlega og andlega. Þessir foreldrar jarðsetja oft börnin og býðst að sækja stuðningshóp og aðra þjónustu á vegum Gleym mér ei og Sorgarmiðstöðvar. Með núverandi lögum um sorgarleyfi eru þessir foreldrar, sem missa á 12 til 18 viku, réttindalausir. Þessi hópur hefur einungis almennan veikindarétt, sem er háður velvilja vinnuveitenda, skóla og fagfólksins sem sinnir þeim. Það er erfitt að horfa í augun á foreldrum sem hafa þurft að ganga í gegnum fæðingu á barni sínu eftir tæpa 18 vikna meðgöngu - þau neyðast til að taka veikindarétt, ef hann er til staðar, og fá hvorki stuðning frá kerfinu né skilning samfélagsins á missinum. Þannig er upplifunin. Í mörgum tilvikum getur slíkur missir verið kvalafullur fyrir konuna, honum geta fylgt kviðverkir og blæðingar, en mestur er þó andlegi sársaukinn og söknuðurinn eftir barninu sem átti að verða. Mögulega var búið að bíða eftir barninu í mörg ár, ekki bara í þessar vikur sem gengið var með. En eins og staðan er núna, eru skilaboð samfélagsins þau að ekkert hafi í skorist, þetta sé bara svipað og að fá flensuna. Þetta skapar álag og kvíða í sorgarferlinu og dæmi eru um að fólk hafi hröklast frá starfi eftir slíka reynslu. Við höfum séð allt of marga af okkar skjólstæðingum standa í þeim sporum að þurfa að byrja að vinna of snemma. Það kemur þó fyrir að sumir eru tilbúnir að hella sér í vinnu og fer það eftir sorgarúrvinnslunni, stuðning á vinnustað og fleira. En það skiptir öllu máli að hafa valið og ekki síst viðurkenninguna á missinum. Við biðlum því til velferðarnefndar, þingmanna og ríkisstjórnar að skoða þessa breytingartillögu vel og minnast þess að vikufjöldi meðgöngu skilgreinir ekki sorg foreldra og þörf þeirra fyrir stuðning og rými til úrvinnslu. Höfundur er stjórnarformaður Gleym mér ei.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar