Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 20. mars 2025 23:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika. Heilbrigðisráðuneytið o.fl. stjórnvöld viðkomandi málinu hafa þannig ákveðið að binda enda á þjónustusamstarf ríkisins við Janus endurhæfingu sem verið hefur eins og hornsteinn í endurhæfingarstarfi á Íslandi í 25 ár. Janus mun því hætta starfsemi, á þriðja tug missa vinnuna, fleiri tugir einstaklinga 18-30 ára hverfa úr endurhæfingu og fleiri til viðbótar, sem voru á biðlista, komast ekki í þá endurhæfingu sem þeir biðu eftir. Fagfólk varar við því að leggja niður úrræðið Janus endurhæfing er dæmi um vel heppnað frumkvöðlaframtak í heilbrigðisþjónustu, rekið af fólki sem brennur fyrir málefnið og sem hefur tekist að búa til úrræði sem á sér ekki hliðstæðu innan opinberra stofnana. Sérstaða Janusar felst meðal annars í einstaklingsmiðari endurhæfingu og í því að þar er undir einu þaki tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og fleiri sérhæfðum fagaðilum. Í nýlegri grein fimm formanna fagfélaga innan heilbrigðis- og menntagreina er því lýst hvernig ekkert sambærilegt úrræði sé til staðar á Íslandi. Fagfólkið bendir á að hjá Janusi sé veitt þverfagleg geðendurhæfing sem hafi sannað gildi sitt, þátttakendur skili sér úr endurhæfingu í vinnu og nám, og starfsemin skili þannig margföldum samfélagslegum ávinningi. Fagfólkið varar við því að verði úrræðið lagt niður muni ómetanleg fagþekking og reynsla tapast. „Ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Fagfólk er heldur ekki eitt um að mæla með þjónustunni sem hér stendur til að leggja niður. Unga fólkið sjálft, sem notið hefur þjónustunnar, ber auðvitað best vitni um hve mikilvæg hún hefur reynst því. Á heimasíðu Janusar er t.d. birt þjónustukönnun þar sem þátttakendur höfðu þetta að segja: „Janus hefur hjálpað mér að hafa meiri trú á sjálfan mig og styrkt mína sjálfsmynd“, „endurhæfingin hjá Janusi reyndist mér vel, fagleg og vönduð vinnubrögð einkenndu endurhæfinguna og allt ferlið var mjög valdeflandi“, „Takk kærlega fyrir að hjálpa mér að eignast nýtt og gott líf, ég er endalaust þakklát fyrir Janus“, og „ykkur að þakka að ég er ekki öryrki í dag.“ Þá má geta viðtals á Vísi þar sem ung kona sagði frá því hvernig úrræðið hefði breytt lífi hennar. Hún lýsti kostum þess að öll þjónusta sé á einum stað, endurhæfingin hafi hjálpað henni að komast aftur í samfélagið, hún hafi aftur fundið neistann og hyggist nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Þá lýsir hún því að henni finnist skömm af því að loka úrræðinu og hefur stofnað undirskriftasöfnun til að berjast gegn lokuninni. Í sömu fréttaumfjöllun lýstu foreldrar ungs manns með fjölþættan vanda því svo hvernig ekkert annað úrræði hafi mætt vanda sonar þeirra eins og Janus. Á þeim er að skilja að án úrræðis eins og þessa bíði sonar þeirra einfaldlega líf á örorku. Geðheilbrigði er góð fjárfesting Stjórnvöld ákváðu að binda enda á endurhæfingu ungs fólks hjá Janusi, án þess að hafa neina áætlun um það hvernig skjólstæðingarnir, sem eru í viðkvæmri stöðu og án málsvara, eigi að flytjast yfir og fá sömu þjónustu hjá ríkinu. Þegar eins stórum vinnustað á sviði geðheilbrigðisþjónustu, eins og hér um ræðir, er lokað má ætla að það sé hluti af vel úthugsuðum og skipulögðum breytingum til batnaðar á sviðinu. Það verður hins vegar ekki séð að svo sé í þessu tilviki. Engin skýr áætlun liggur fyrir um að skapa sömu endurhæfingarþjónustu annars staðar. Af öllum þessum sökum hljóta ríkisstjórnin, heilbrigðisráðuneytið og önnur viðeigandi stjórnvöld að vera tilbúin að endurskoða ákvörðun sína um niðurskurð á þeirri mikilvægu geðheilbrigðisþjónustu sem Janus veitir. Það ættu þau ekki bara að gera til að uppfylla kosningaloforð, heldur fyrst og fremst vegna þess að eitt af því heilbrigðasta sem þjóðfélag getur gert er að fjárfesta í geðheilbrigði ungs fólks. Höfundur er lögmaður og áhugamaður um geðheilbrigðismál.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar