Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 13:00 Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilsugæsla Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar maður fylgist með umræðunni um heilsugæsluna má merkja að það eru miklar áskoranir. Fjöldi þeirra sem býr á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist á hverju ári, samhliða því eykst þörf fyrir þjónustu. Talsverð umræða er um mönnunarvanda og ýmis konar atriði er snúa að verkefnum, stýringu þeirra og svo þeirri augljósu staðreynd að tækniframfarir á þessum vettvangi eru ekki að ná að bæta þjónustu eins og ætla mætti. Það eru margháttaðar skýringar á því sem er efni í annan pistil. Ágæt yfirsýn er yfir þjónustu á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustu á opinberum síðum embættis landlæknis og mælaborðum sem eru uppfærð reglulega þar á meðal um heilsugæsluna. Þessu til viðbótar er hægt að átta sig á muninum á milli heilbrigðisumdæma í þjónustu og margt fleira. Rekstraraðilar fá svo reglulega tölulegar upplýsingar um stöðu mála frá Sjúkratryggingum Íslands og geta borið sig saman við aðra, mikið gagnsæi ríkir almennt og sama líkan er um fjármögnun og greiðslur til aðila. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skiptist í 19 stöðvar, þar af eru 4 einkareknar og 15 á vegum hins opinbera. Í gegnum tíðina hafa Sjúkratryggingar gert könnun á ánægju með þjónustuna, en sú nýjasta er vegna ársins 2023. Þessar kannanir hafa endurtekið raðað þeim 4 einkareknu stöðvum í efstu sætin sem er einkar ánægjulegt. Beðið er eftir nýrri útfærslu könnunar og því ekki til nýrri gögn. Nýlega voru okkur rekstraraðilum kynntar starfssemistölur á höfuðborgarsvæðinu og kemur þar fram að verulega hefur dregið úr þjónustu. Fjöldi viðtala hjá nær öllum stöðvum hefur dregist saman, fjöldi símtala og innsendra skilaboða á Heilsuveru. Á meðan skráðum skjólstæðingum hefur fjölgað á árunum 2022-2024 um 5,5% eða 2,7% á ári, hefur þjónustan dregist verulega saman. Fjölda heimsókna árið 2024 hefur fækkað um 7,4% miðað við skráða, símtölum fækkaði um 4,5%, skilaboðum á Heilsuveru fækkaði um 25,8% og endurnýjunum lyfseðla fækkaði um 6,9%. Ekki er þessum tölum jafnt skipt heldur er um að ræða meðaltal allra 19 stöðva. Í sumum tilvikum er um að ræða tuga prósenta breytingu á einstaka þjónustuþætti. Einungis 5 stöðvar af 19 auka við sig í fjölda viðtala, 5 í fjölda símtala, 2 í fjölda skilaboða gegnum Heilsuveru og 2 í endurnýjunum lyfja. Einungis ein stöð eykur við sig í 3 af þessum 4 þáttum er snúa að þjónustu við skjólstæðinga og aðgengi. Þetta eru verulega áhugaverðar tölur og enn áhugaverðara er að skoða þær niður á einstaka starfsstöðvar. Það eru vitaskuld margar skýringar að baki og ef fram fer sem horfir mun þetta mynstur mögulega halda áfram og leiða til enn verri þjónustu. Umræða er mikilvæg og það þarf að endurskoða fjárstýringu og hvatakerfi í módeli heilsugæslunnar. Þá þarf að tryggja að þjónustuþættir standi öllum jafnt til boða sem eru að reka heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst þarf að fara fram miklu meiri umræða um það hvað við erum að fá fyrir þá peninga sem settir eru í kerfið. Í umræddum gögnum kemur fram að á kostnaður vegna heimsókna á heilsugæslu hafi aukist um 17,3% á sama tíma og heimsóknum og komum fækkaði um 7,4%. Tökum samtalið og leggjumst á eitt við að bæta heilsugæsluþjónustu sem er grunnstoð heilbrigðiskerfisins. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar