Nýjar ógnir Einar Benediktsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Einar Benediktsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun