„Hálendið getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júlí 2016 19:30 „Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
„Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“