Okkar framtíð Guðrún Gígja Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2016 18:33 Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun