Framtíð útflutningsþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lokayfirlýsingu sína um stöðu og horfur á Íslandi þar sem segir að ótvíræður árangur hafi náðst í efnahagslífinu hér á landi. Það hefur verið tekið á stóru málunum af festu og það er góður gangur í efnahagslífinu og fyrir utan helstu stoðir atvinnulífsins á Íslandi þá liggur hér til grundvallar sú mikla fjölgun ferðamanna sem við höfum séð á undanförnum árum. Þetta styður við hagvöxtinn og skapar gjaldeyristekjur. Útflutningsverðmæti sjávarafurða námu um 265 milljörðum króna á síðasta ári, sem var eitt af betri árum í sögu íslensks sjávarútvegs, og það þrátt fyrir viðsjár á mikilvægum mörkuðum og áskoranir þeim tengdar. Í þessu ljósi ber að hrósa íslenskum sjávarútvegi fyrir hve vel honum hefur tekist að laga sig að breyttum aðstæðum. Sem opið og útflutningsdrifið markaðshagkerfi er Ísland oftar en ekki háð þróun mála á alþjóðavettvangi og pólitískum aðstæðum í viðskiptaríkjum okkar. Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að vera samhent í viðbrögðum og undirbúningi og reyna að sjá til framtíðar þannig að við höfum úr sem flestum körfum að velja fyrir eggin okkar. Á nýafstöðnum ársfundi Íslandsstofu kallaði ég því eftir því að stjórnvöld og atvinnulífið taki höndum saman við að efla vöxt gjaldeyristekna Íslands til muna næstu 15 árin. Með stofnun Íslandsstofu árið 2010 voru tekin mikilvæg skref til að koma til móts við hugmyndir um aukið samstarf opinberra aðila og atvinnulífsins, markvissari nýtingu fjármuna, aukna samhæfingu og öflugri þjónustu erlendis. Nú er komin reynsla á starfsemina og mörg afar jákvæð verkefni hafa litið dagsins ljós og ber að þakka ötulu starfsfólki Íslandsstofu fyrir eljusemina.Efla þarf starfsemina Ég vil efla þessa starfsemi enn frekar og gera hana eftirsóknarverða fyrir alla íslenska útflytjendur og verður áhersla lögð á þrennt. Í fyrsta lagi þarf að styrkja langtímastefnumótun sem byggir á breiðu samráði, pólitískri skuldbindingu, gagnsæi og skýrleika í fjármögnun. Í öðru lagi er lagt til að sett verði á laggirnar útflutnings- og markaðsráð sem myndi bera ábyrgð á langtímastefnunni og er hér horft til þess skipulags sem hefur verið um árabil með vísinda- og tækniráði, en í því sitja nokkrir ráðherrar og fulltrúar hagsmunaaðila. Í þriðja lagi þurfum við fastari mælikvarða til að geta greint hvort okkur er að takast það sem við leggjum upp með í okkar stefnumótun. Þá þarf Íslandsstofa að fá skýrleika í sitt rekstrarform og síðast en ekki síst er afar mikilvægt að samþætta betur starfsemi Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar og styrkja þannig enn frekar þjónustuna við viðskiptalífið sem afar mikilvægt er að hlúa að. Til að hrinda framangreindum aðgerðum í framkvæmd horfi ég til þess að á næstunni munum við skipa nýja stjórn Íslandsstofu sem ég tel að eigi að taka það sem sitt meginhlutverk að hrinda þessum tillögum í framkvæmd og eftir atvikum gera þær breytingar í fyrirkomulagi og starfi sem til þarf í þessu skyni og styrkja enn frekar það öfluga starf sem unnið er innan veggja Íslandsstofu og úti á mörkuðum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun