Skýrar reglur eru forsenda sáttar Hörður Arnarson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er, að mati okkar hjá Landsvirkjun og flestra annarra, forsenda þess að sátt náist um nýtingu og vernd landsvæða gagnvart orkuvinnslu á Íslandi. Vega þarf saman það sem vinnst og það sem glatast við nýtingu þeirra óviðjafnanlegu endurnýjanlegu orkuauðlinda sem við Íslendingar erum svo lánsamir að búa að. Landsvirkjun styður heilshugar við markmið rammaáætlunar. En til þess að þessi sátt náist með rammaáætluninni verða reglur um hana að vera skýrar. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað sett fram þá skoðun okkar, að þetta ferli þurfi að bæta. Þetta sögðum við strax á haustfundi okkar árið 2014. Reglurnar hafa ekki lagastoð Núgildandi starfsreglur verkefnisstjórnar um rammaáætlun komu seint fram – í lok maí 2015 – þegar verkefnisstjórnin hafði starfað í um tvö ár. Þessar nýju reglur fóru ekki í opinbert umsagnarferli og að mati Landsvirkjunar hafa þær ekki lagastoð og beinlínis brjóta í bága við fyrirmæli laga um verndar- og nýtingaráætlun. Athugasemdir Landsvirkjunar hafa aldrei lotið að neinu öðru en því að gera starfsreglurnar skýrari og í samræmi við lög. Landsvirkjun hefur aldrei farið fram á að svigrúm verkefnisstjórnar til að skipa virkjunarkostum í verndar-, bið- eða nýtingarflokk yrði takmarkað. Hins vegar telur Landsvirkjun ótvírætt, og styðst við lögfræðiálit í þeim efnum, að það sé Orkustofnun sem ákveði hvaða virkjunarkostir séu nægilega skilgreindir til þess að verkefnisstjórn taki þá til umfjöllunar, samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Verkefnisstjórn getur þar af leiðandi ekki, og það er kjarni málsins, hafnað að taka virkjunarkost til umfjöllunar sem Orkustofnun telur nægilega skilgreindan til umfjöllunar, enda er verkefnisstjórn ráðgefandi lögum samkvæmt. Hún hefur ekki völd til að taka slíka stjórnvaldsákvörðun enda skortir alla stjórnsýslulega umgjörð um hana til þess. Fjölmargar ábendingar Landsvirkjun gerði grein fyrir þessum sjónarmiðum með bréfi til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 17. ágúst 2015. Í svarbréfi frá ráðherra í desembermánuði kom fram að starfsreglurnar væru í endurskoðun, í ljósi þeirra athugasemda sem fram hefðu komið. Þar var ekki einungis um að ræða athugasemdir Landsvirkjunar, heldur fjölmargar ábendingar hinna ýmsu aðila, meðal annarra Alþingis. Endurskoðaðar starfsreglur voru svo lagðar fram og óskað eftir athugasemdum núna í byrjun febrúar. Það er von okkar að endurskoðaðar starfsreglur stuðli að þeirri nauðsynlegu sátt sem þarf að ríkja um rammaáætlun, þannig að hún nái því markmiði sínu að miðla málum á hlutlægan hátt í málefnum orkunýtingar og náttúruverndar í íslensku samfélagi og sé í samræmi við gildandi lög.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun