Að hella olíu á eld – og bæta smá brennsluspritti við Frá degi til dags skrifar 23. apríl 2015 00:01 Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi hleypt fjöri í þingstörfin í óundirbúnum fyrirspurnum í gær. Lengi vel minnti umræðan reyndar á fjölmiðlagagnrýni, þar sem forsætisráðherra tjáði sig um hverja fréttina á fætur annarri í Fréttablaðinu, en það var þó ekki það sem hleypti þingheimi upp. Svo mikil eru völd Fréttablaðsins ekki. Það voru ummæli hans um leka úr samráðshópi um afnám hafta sem ollu því að hver þingmaðurinn á fætur öðrum sté í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta. Og ekki vantaði gífuryrðin. Havaríið átti upptök sín í svari Sigmundar Davíðs við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám verðtryggingar og fleiri stjórnaraðgerðir. Birgitta var reyndar ekki sú eina sem spurði út í þessi atriði, en margir þingmenn kvörtuðu yfir samráðsleysi þegar kæmi að stórum málum, eins og afnámi hafta. Og þá byrjaði ballið. Forsætisráðherra útskýrði meint samráðsleysi við stjórnarandstöðuna um haftaafnám: „Jafnframt er mikilvægt að upplýsa fulltrúa flokkanna eins og nokkur kostur er um gang mála, en þegar menn lenda í því að upplýsingar leka út af fundi, að því er virðist úr nokkrum áttum, og menn jafnvel rjúka í viðtöl til að túlka hlutina á eigin hátt, þá hljóta menn að taka tillit til þess í framhaldinu. Og hér sé ég að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, biður um að fá að ræða fundarstjórn forseta og það kemur mér ekki á óvart í þessu tilviki.“ Og þar með varð allt vitlaust og stjórnarandstaðan lýsti því yfir að til lítils væri að eiga samráð við ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð hefur það til síns máls að eftir fund samráðshópsins í desember kvartaði formaður hans undan leka. Það er hins vegar spurning hversu taktískt þetta var í þeirri stöðu sem nú er uppi á þinginu og það veltur á samningum við stjórnarandstöðuna að klára þingið.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar