Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 22. júlí 2025 13:46 Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir. Í alltof langan tíma hafa stjórnvöld staðið aðgerðalítil hjá gagnvart úrræðaleysi fyrir ósakhæfa einstaklinga sem glíma við alvarlegar þroska- eða geðraskanir. Í of langan tíma hefur úrræðaleysi ríkt gagnvart einstaklingum sem hafa lokið afplánun en teljast hættulegir samfélaginu og þurfa bæði eftirlit og stuðning. Þetta úrræðaleysi hefur leitt til alvarlegra afleiðinga fyrir þessa einstaklinga, aðstandendur þeirra og ekki síst fyrir öryggi samborgara þeirra. Lagabreytingar um öryggisráðstafanir Í haust mun ég þess vegna kynna frumvarp um öryggisráðstafanir vegna þessara einstaklinga. Núgildandi lög um öryggisráðstafanir hafa staðið óbreytt í áratugi og lagabreytingar því orðnar nauðsynlegar. Lagabreytingar munu tryggja mannréttindi þeirra sem um ræðir og öryggi samfélagsins. Undirbúningur er síðan hafinn af hálfu félagsmálaráðherra við að setja á stofn sérstaka öryggisstofnun sem mun vista og samhæfa nauðsynlega þjónustu við þennan hóp. Með uppfærslu laganna tryggjum við réttindi einstaklinga sem sæta öryggisráðstöfunum í samræmi við mannréttindakröfur stjórnarskrár og alþjóðlegar skuldbindingar. Með þessum skrefum tryggjum við að einstaklingar fái viðeigandi meðferð og viðeigandi stuðning. Þetta framfaraskref mun á sama tíma stuðla að auknu öryggi í íslensku samfélagi. Viðeigandi meðferð Það er á sama tíma ljóst að tryggja þarf betri meðferðarúrræði í fangelsum landsins þannig að menn séu ekki verr staddir að lokinni afplánun en þegar afplánun hófst. Staðan í fangelsismálum hefur til lengri tíma verið sú að það vantar fangelsispláss og það hefur jafnvel gerst að menn hafa ekki afplánað dóma fyrir alvarleg brot vegna þessa. Við erum að stíga markviss skref til að breyta þessari stöðu. Í haust mun ég leggja fram á Alþingi frumvarp um brottfararstöð. Ísland hefur um árabil verið eina Schengen ríkið sem engan slíkan stað á. Ísland hefur sætt gagnrýni vegna þessarar stöðu. Með brottfararstöð hverfum við frá þeirri ómannúðlegri meðferð að einstaklingar sem ekkert hafa brotið af sér eru vistaðir í fangelsum. Í brottfararstöðinni verða hins vegar vistaðir þeir útlendingar sem eiga að fara af landi brott vegna þess að þeir uppfylla ekki skilyrði þess að fá alþjóðlega vernd en neita allri samvinnu við stjórnvöld. Flestir fara af landinu sjálfviljugir en brottfarastöðin er nauðsynleg til að tryggja brottför þeirra sem neita að fara af landinu. Með brottfarastöðinni mun skapast meira pláss í fangelsum landsins, sem sannarlega vantar í dag. Betri staða í fangelsum landsins Þessar tvær aðgerðir munu saman stuðla að betri stöðu í fangelsum landsins. Þær munu á sama tíma tryggja að einstaklingar sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda fái viðeigandi úrræði og meðferð og að útlendingar sem eiga að yfirgefa landið séu ekki vistaðir í ómannúðlegu umhverfi. Til viðbótar þessu er samhliða verið að vinna að því að létta á fangelsum með því að auðvelda að erlendir fangar afpláni í sínu heimaríki, þar sem það er hægt. Ferlar til þess að hafa verið of þungir og tímafrekir. Síðast en ekki síst hefur verið tryggt fjármagn til að hefja framkvæmdir við fyrsta öryggisfangelsi landsins. Þessar breytingar eru stór skref í rétta átt. Erfið staða í fangelsismálum mun hins vegar ekki leysast á einni nóttu. Nú er hins vegar unnið eftir skýrri stefnu. Viðreisn hefur lagt áherslu á að efla löggæslu og öryggi fólksins í landinu. Bætt staða í fangelsismálum er mikilvægt skref í þeim efnum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun