Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi æfa tugþúsundir barna og ungmenna íþróttir, við eigum afreksíþróttafólk í fjölmörgum greinum og landslið sem keppa á stórmótum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í ólíkum verkefnum sem snúa að forvörnum og lýðheilsu auk þess sem í íþróttum hafa margir eignast vini fyrir lífstíð. Hlutverk íþróttahreyfingarinnar er þannig bæði stórt og fjölbreytt. Umfangsmiklu hlutverki fylgir líka mikil ábyrgð. Við í íþróttahreyfingunni berum að sjálfsögðu ábyrgð á íþróttaframboði í landinu, tækifærum allra til að iðka þær og að æfingaaðstæður afreksfólksins okkar séu sem bestar. En við berum líka mikla samfélagslega ábyrgð. Við þurfum að hugsa til framtíðar, setja mál á dagskrá og setja okkur markmið til þess að ná árangri, um leið og við hlúum áfram að því sem vel hefur verið gert. Auknar vinsældir íþróttaveðmála Athygli mín hefur verið vakin á vaxandi vinsældum fjárhættuspila sem og „normalíseringu“ þeirra. Þetta á ekki síst við um íþróttaveðmál þar sem veðjað er á úrslit leikja og ýmislegt fleira sem tengist þeim. Auknar vinsældir slíkra veðmála er ekki bara þróunin hérlendis heldur um allan heim. Á nýlegu málþingi kom fram að fólk hér á landi hefur þurft að fá lyfjagjöf til að komast yfir fráhvörf af veðmálum, bankar hafa lokað fyrir greiðslur barna til erlendra veðmálafyrirtækja eftir að hafa orðið varir við mikla aukningu og leikmenn yngri flokka fá skilaboð frá fullorðnum aðilum úti í bæ sem spyrja út í ástand liðsins til að meta bestu möguleika í veðmálum dagsins. Ungir karlar í mestri hættu Veðmál eru ekki hættulaus en hópurinn sem er í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda er nokkuð afmarkaður og því gæti verið að margir sjái ekki vandamálið í sínu nærumhverfi. Rannsóknir sýna að ungir karlar eru langstærsti áhættuhópurinn. Þeir sýna fjárhættuspilum talsvert mikinn og stigvaxandi áhuga enda er markaðsefnið sérstaklega sniðið að þeim. Um 4-7 þúsund Íslendingar glíma við spilavanda og þar af eru ungir karlar langstærstur hluti þeirra. Þá hafa 50% þeirra sem leita hjálpar vegna spilavanda glímt við sjálfsvígshugsanir og 20% hafa gert sjálfsvígstilraunir. Við sjáum því að áhugi á að taka þátt í íþróttaveðmálum sér til skemmtunar getur, jafnvel fyrir stóran hóp, leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Það er algerlega andstætt gildum íþróttahreyfingarinnar um heilbrigði og hreysti. Ógn við trúverðugleika íþrótta Íþróttaveðmál sem boðið er upp á erlendum veðmálasíðum, sem reyndar starfa ólöglega hér á landi, geta líka ógnað trúverðugleika íþróttanna og dregið úr ánægju þátttakenda. Við sjáum fréttir bæði innanlands og utan þar sem íþróttamönnum er vísað úr keppni fyrir að veðja á eigin leiki og þar sem íþróttamenn verða fyrir aðkasti og jafnvel hótunum frá notendum veðmálasíðna í þeim tilgangi að hagræða úrslitum eða hafa áhrif á atvik sem tengjast veðmálum. Þetta er óásættanlegt og ekki í anda þess sem við í íþróttahreyfingunni viljum að íþróttirnar snúist um: Sanngjarna keppni, gleði og möguleikann til að skara fram úr á eigin verðleikum. Hvatning til okkar allra Við sem Íslendingar viljum vera stolt af okkar íþróttahreyfingu og menningu hennar. Tilgangur þessara skrifa er að vekja athygli á málinu, opna umræðuna og fá fram sjónarmið um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem bjóða upp á veðmál hafi skýra stefnu um ábyrga spilun og beini fólki ekki í hættulegan farveg. Á sama tíma og meirihluti þeirra sem veðja hafa stjórn á sinni spilun og nýta hana jafnvel í félagslegum tilgangi getum við ekki horft fram hjá dekkri hliðum hennar. Við verðum að taka uppbyggilega umræðu um stöðuna, út frá ólíkum hliðum og fá fram mismunandi sjónarmið. Ef við sitjum hjá og leyfum vandamálinu að grassera er ljóst að lýðheilsa ungu kynslóðarinnar okkar og trúverðugleiki íþróttanna er að veði. Ég hvet því alla til þess að láta sig málið varða, foreldra til að kynna sér þetta og upplýsa börnin sín um hættur fjárhættuspila og okkur sem stöndum að íþróttahreyfingu landsins til að skoða málið af ábyrgð. Tökum umræðuna og vinnum að því að skapa örugga, heilsusamlega og jákvæða menningu í kringum íþróttahreyfinguna og fólkið okkar, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar