Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 17:33 Um hugtakið og meðvitundina varðandi það hvað ábyrgð sé? Hvar hún sé á hreinu eða ekki. Þegar það orð var sagt við mig varðandi atriðin í lífi okkar, þá fór ég að hugsa um það orð. Og hvað það þýði í raun. Þá áttaði ég mig á því að það hugtak og hugsunin á bak við hvað sé innifólgið í því, sé oft ansi afstætt. Og ræðst oft frá skoðun einstaklinga og eigin litríkri reynslu. Ég man til dæmis ekki eftir neinni kennslu um það varðandi foreldrun. Né tjáskipti um hin mikilvægu atriði þess. Svo hve langt nær ábyrgð foreldra um allt um þau börn sem þau setji í heiminn. Ef við hugsum bara um gömlu grunnþarfirnar eru þær þessar líkamlegu um að fæða þau og klæða, baða, og hugga ef þau grétu. Láta þau fara að sofa og sinna þeim þegar þau vakna. Ég man ekki eftir að heyra að foreldrar hefðu þá ábyrgð að byggja þau upp innanfrá svo að þau gætu haft það sjálfstraust sem væri nauðsynlegt í lífinu. Það voru atriði sem ég varð að sjá um sjálf löngu seinna. Sem var framfæring á íhaldssömum viðhorfum tímans. Hvað það snerti að sjá um tilfinningalega heilsu þeirra, þá andlegu og röklegu sem og vitið og einstaka hæfileika hvers um sig. Þá heyrði ég engin orð um slíka ábyrgð foreldra. Né heyrði ég að þau væru með þá ábyrgð að veita börnum sínum sterkt innra virði frá ást og innsæi á eðli barnsins sem einstaklings. Þá eru mikilvægu atriðin þau að vinna þá ást svo að taugakerfin vírist með mun sterkari eigin verðgildum og út úr meðvirkni. Það er nefnilega því miður staðreynd að það er ekki nóg að fá frá kirkju um að við höfum öll virði. Svo fékk ég vinnu í banka og vann þar í nokkur ár. Ég vissi sjálfvirkt að þeir peningar sem ég taldi þar, voru í gæslu stofnunarinnar, og hefði aldrei hugsað þá hugsun að taka neina af þeim í mína eigin vörslu. Til dæmis sá ég ekki betur, en að allir sem unnu þar, bæru virðingu fyrir hlutverki stofnunarinnar. Og sinntu því frá sjálfvirkri á-byrgð og þakklæti fyrir að hafa vinnu þar. Hugtakið tilfinningalegar gáfur voru ekki í málinu þá Þau orð birtust mér ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu og heyra um bók „Daniel Coleman“ Emotional Intelligence. Þau orð voru mikil vöknun um svo margt af því gagnstæða sem haldið var uppi sem var að sjá þær sem mest eitthvað einkamál. En ekki almenn nauðsyn í lífinu. Þær tilfinningalegu með réttum skammti af rökhyggju þegar þörf er. Eru annarskonar dæmi og þá fer það oft eftir því hvernig meðferð foreldra og tjáning heima hjá þeim var sem getur sett tóninn hvort sem hann er gagnlegur eða ekki. Allra síst ef og þegar margt annað í umhverfinu, er í að gera mannveruna virðislausa. Ég lærði að skilja það eftir að flytja til Ástralíu frá að hafa upplifað slíkt af nánum ættingjum á Íslandi, og það án vitna annarra í báðum tilfellum. Svo þegar Julia Gilliard fyrrum forsætisráðherra talaði um hið mikilvæga atriði sem væri að örva heilabú þeirra frá upphafi með að tala við þau og til þeirra, þó að þau geti ekki talað til baka. Af því að það sé það tól sem setji heilasellurnar í rétt ástand. Ég man hinsvegar eftir að heyra það á fyrri tímum, að því var trúað að þau kæmu sem tóm ílát. Einskonar lifandi ílát sem foreldrar ættu svo að setja prógrammið í. Og að höndla það of mikið væri að ofdekra það og spilla til verri vegar. Það viðhorf og trú er svo rangt. Hver sem lítur í augu nýfædds barns þegar það er rétt nýkomið í heiminn sér að það er ekki auð bók, tóm augu, sálarlaus vera. Þau koma öll frá einhverju hvort það sé ný sál með eitthvað sem því var veitt til að byrja eða sál sem er að fara í enn eina tilveru á jörðu og er þegar með nokkuð af þekkingu og tólum fyrir það. Ábyrgð fyrir farartækjum og öðrum tækjum með öryggi mannvera í huga Það sem er hinsvegar mjög á hreinu og áberandi atriði ábyrgðar er auðvitað stjórn á tækjum sem ef ekki er gætt að sinna vel og vera vel meðvituð við stjórn á þeim eru hættuleg lífum fólks. Það sem ég hef séð í heiminum við að vitna fréttir og svo allt hið misjafna sem við sjáum í fréttum þar sem ábyrgð skorti. Þá er það á hreinu og greinilegt að þetta hugtak er ekki sjálfvirkt meðfætt, frekar en hin atriðin eins og með sambönd og barnauppeldi. Barn getur seinna lært smá skref í slíku, með því til dæmis að vera leyft að velja að fara út í kuldann í sumarfötum, og læra með því að það að klæða sig ekki nóg lætur þeim verða kalt. Gefa þeim smá forskot og bíða eftir að þau hafi lært, og afhenda þá hlýju fötin. Atriði sem þau væru ekki endilega glöð að láta foreldra sína segja sér. Þegar það hlýðir bara. En fær ekki tækifæri til að víra afleiðingarnar inn með að hafa tekið ákvörðunina sjálf, og læra svo af henni. Er líklegt til að skapa hlutleysi sem getur endað í sofandahætti. En auðvitað er það ábyrgð foreldra að sjá um að halda ungabarni heitu áður en það hefur það heilaþroskastig að geta lært þetta. Er ekki kominn tími á að fræða unga fólkið almennilega um hvað sé innifalið í öllum útgáfum ábyrgðar? Okkar eigin persónulega ábyrgð Varðandi það að elda ofan í aðra væri það ábyrgðin að fæðan sé örugg og eigi að vera holl og næringarrík, ekki með efni eða matvöru sem fari illa í einhverja sem eldað er fyrir. Svo eru það atriðin sem verða okkar þegar við verðum eldri og þá er hollusta það skref sem er okkar að taka. Sumir hafa alist upp við léleg gæði næringarfræðalega séð. En það var alltaf hollur og góður matur á borðum á æskuheimili mínu. Ég fór svo í húsmæðraskóla, og hef séð um að elda og borða hollt. Sem hefur séð um margt í mér til að ná að vera hér næstum áttræð. Og það þrátt fyrir nokkrar sérkennileg viðhorf annarra einstaklinga með ábyrgðaleysi. Sem hefði getað látið mig deyja. En ekkert þeirra tengt lífsstíl mínum. Ábyrgð okkar fyrir heilsu okkar er mikilvægt atriði. Og sjáum við því miður að allt of fáir hafa tengt sig eigin ábyrgð fyrir. Atriði sem sést í aukinni offitu og lífsstíls tengdum sjúkdómum í verslunarmiðstöðvum og sögur um í fréttum víða um heim. Vandamál sem er hægt að hindra með að nota þá fræðslu og þekkingu sem er til staðar um hvað er hollt og æskilegt, og hvað geti stytt lífsmöguleika okkar. Við sjáum í því að stór hluti mannkyns lifir meira út frá eigin augnabliks vanhugsuðum viðbrögðum. En frá því að finna í líkamanum hvað slæma fæðan er að gera þeim. Vörur beint frá náttúrunni, kjöt, fiskur, grænmeti, jurtir, hnetur og góð olía eru á lista hollrar fæðu en ofunnin fæða leynir oft allskonar rotvarnar efnum til að halda vörunni seljanlegri lengur. Þá kemur upp spurningin um ábyrgð fyrirtækja sem skapa og selja óhollustu. Og ábyrgð ríkisstjórna um að næg fræðsla um mikilvægi hollustu sé kennd í skólum frá upphafi. Nú er nýbúið að sanna að óholl fæða eyðileggur heilann líka, ekki bara önnur líffæri líkamans. Heimurinn á eftir að lenda í slæmum málum ef þessu heldur áfram og fólk vaknar ekki til að taka alla þá ábyrgð á heilsu sinni sem möguleg er með að borða rétt. Svo er það ábyrgð stofnana að sjá um að lögum og reglum hinna almennu umferðar-reglna samfélagsins sé fylgt. Ábyrgð foreldra ´fyrir börnum er mjög flókið mál af því að ekkert foreldri getur gert betur með þau atriði en það, sem er í þeim frá lífi sínu með foreldrum. Nema ef almennileg kennsla væri veitt í gagnfræðaskólum. Svo að þá enda afkomendur með skaðann. En þegar einstaklingar fá þær bestu grunngjafir frá foreldrum sem er frá því tilfinningalega veganesti sem þau fengu og börnin njóta góðs af. Þá fara þau vel sett út í heiminn. Svo er það veruleiki að sálir koma með það að setja hjartað í eitthvað. Það er ekki alltaf um barneignir. En börn sjálfvirkt vænta þess að tengjast hjörtum þeirra sem setja þau í heiminn og þau búa með. Þegar það gerist ekki af því að hjörtu foreldra voru í aðra átt. Þá upplifa þau sig sem eiginlega hálf-ættleidd eða með einhverja aðra snúna upplifun frá lífinu með þeim. Andlegt ofbeldi hefur líka sett konur í barneignir sem einskonar skyldu án þess að bera þá virðingu fyrir henni um hvar hún sé stödd um framtíð lífs síns. Og börnin verða þá oft beinir og óbeinir þolendur þess á ýmsan hátt. Slík pína verður þá að langtíma tilfinningalegum kostnaði, og eru gerendur með sinn stóra skammt ábyrgðar um þá útkomu af því að þau höfðu ekki tækifæri til að tjá sig um eigin erfiðu reynslu. Hvernig er hægt að sjá ábyrgð í leiðtogum þjóða sem telja sig trúaða en leyfa sér að drepa og eyðileggja í græðgi til að fá meira land? Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um hugtakið og meðvitundina varðandi það hvað ábyrgð sé? Hvar hún sé á hreinu eða ekki. Þegar það orð var sagt við mig varðandi atriðin í lífi okkar, þá fór ég að hugsa um það orð. Og hvað það þýði í raun. Þá áttaði ég mig á því að það hugtak og hugsunin á bak við hvað sé innifólgið í því, sé oft ansi afstætt. Og ræðst oft frá skoðun einstaklinga og eigin litríkri reynslu. Ég man til dæmis ekki eftir neinni kennslu um það varðandi foreldrun. Né tjáskipti um hin mikilvægu atriði þess. Svo hve langt nær ábyrgð foreldra um allt um þau börn sem þau setji í heiminn. Ef við hugsum bara um gömlu grunnþarfirnar eru þær þessar líkamlegu um að fæða þau og klæða, baða, og hugga ef þau grétu. Láta þau fara að sofa og sinna þeim þegar þau vakna. Ég man ekki eftir að heyra að foreldrar hefðu þá ábyrgð að byggja þau upp innanfrá svo að þau gætu haft það sjálfstraust sem væri nauðsynlegt í lífinu. Það voru atriði sem ég varð að sjá um sjálf löngu seinna. Sem var framfæring á íhaldssömum viðhorfum tímans. Hvað það snerti að sjá um tilfinningalega heilsu þeirra, þá andlegu og röklegu sem og vitið og einstaka hæfileika hvers um sig. Þá heyrði ég engin orð um slíka ábyrgð foreldra. Né heyrði ég að þau væru með þá ábyrgð að veita börnum sínum sterkt innra virði frá ást og innsæi á eðli barnsins sem einstaklings. Þá eru mikilvægu atriðin þau að vinna þá ást svo að taugakerfin vírist með mun sterkari eigin verðgildum og út úr meðvirkni. Það er nefnilega því miður staðreynd að það er ekki nóg að fá frá kirkju um að við höfum öll virði. Svo fékk ég vinnu í banka og vann þar í nokkur ár. Ég vissi sjálfvirkt að þeir peningar sem ég taldi þar, voru í gæslu stofnunarinnar, og hefði aldrei hugsað þá hugsun að taka neina af þeim í mína eigin vörslu. Til dæmis sá ég ekki betur, en að allir sem unnu þar, bæru virðingu fyrir hlutverki stofnunarinnar. Og sinntu því frá sjálfvirkri á-byrgð og þakklæti fyrir að hafa vinnu þar. Hugtakið tilfinningalegar gáfur voru ekki í málinu þá Þau orð birtust mér ekki fyrr en eftir að koma til Ástralíu og heyra um bók „Daniel Coleman“ Emotional Intelligence. Þau orð voru mikil vöknun um svo margt af því gagnstæða sem haldið var uppi sem var að sjá þær sem mest eitthvað einkamál. En ekki almenn nauðsyn í lífinu. Þær tilfinningalegu með réttum skammti af rökhyggju þegar þörf er. Eru annarskonar dæmi og þá fer það oft eftir því hvernig meðferð foreldra og tjáning heima hjá þeim var sem getur sett tóninn hvort sem hann er gagnlegur eða ekki. Allra síst ef og þegar margt annað í umhverfinu, er í að gera mannveruna virðislausa. Ég lærði að skilja það eftir að flytja til Ástralíu frá að hafa upplifað slíkt af nánum ættingjum á Íslandi, og það án vitna annarra í báðum tilfellum. Svo þegar Julia Gilliard fyrrum forsætisráðherra talaði um hið mikilvæga atriði sem væri að örva heilabú þeirra frá upphafi með að tala við þau og til þeirra, þó að þau geti ekki talað til baka. Af því að það sé það tól sem setji heilasellurnar í rétt ástand. Ég man hinsvegar eftir að heyra það á fyrri tímum, að því var trúað að þau kæmu sem tóm ílát. Einskonar lifandi ílát sem foreldrar ættu svo að setja prógrammið í. Og að höndla það of mikið væri að ofdekra það og spilla til verri vegar. Það viðhorf og trú er svo rangt. Hver sem lítur í augu nýfædds barns þegar það er rétt nýkomið í heiminn sér að það er ekki auð bók, tóm augu, sálarlaus vera. Þau koma öll frá einhverju hvort það sé ný sál með eitthvað sem því var veitt til að byrja eða sál sem er að fara í enn eina tilveru á jörðu og er þegar með nokkuð af þekkingu og tólum fyrir það. Ábyrgð fyrir farartækjum og öðrum tækjum með öryggi mannvera í huga Það sem er hinsvegar mjög á hreinu og áberandi atriði ábyrgðar er auðvitað stjórn á tækjum sem ef ekki er gætt að sinna vel og vera vel meðvituð við stjórn á þeim eru hættuleg lífum fólks. Það sem ég hef séð í heiminum við að vitna fréttir og svo allt hið misjafna sem við sjáum í fréttum þar sem ábyrgð skorti. Þá er það á hreinu og greinilegt að þetta hugtak er ekki sjálfvirkt meðfætt, frekar en hin atriðin eins og með sambönd og barnauppeldi. Barn getur seinna lært smá skref í slíku, með því til dæmis að vera leyft að velja að fara út í kuldann í sumarfötum, og læra með því að það að klæða sig ekki nóg lætur þeim verða kalt. Gefa þeim smá forskot og bíða eftir að þau hafi lært, og afhenda þá hlýju fötin. Atriði sem þau væru ekki endilega glöð að láta foreldra sína segja sér. Þegar það hlýðir bara. En fær ekki tækifæri til að víra afleiðingarnar inn með að hafa tekið ákvörðunina sjálf, og læra svo af henni. Er líklegt til að skapa hlutleysi sem getur endað í sofandahætti. En auðvitað er það ábyrgð foreldra að sjá um að halda ungabarni heitu áður en það hefur það heilaþroskastig að geta lært þetta. Er ekki kominn tími á að fræða unga fólkið almennilega um hvað sé innifalið í öllum útgáfum ábyrgðar? Okkar eigin persónulega ábyrgð Varðandi það að elda ofan í aðra væri það ábyrgðin að fæðan sé örugg og eigi að vera holl og næringarrík, ekki með efni eða matvöru sem fari illa í einhverja sem eldað er fyrir. Svo eru það atriðin sem verða okkar þegar við verðum eldri og þá er hollusta það skref sem er okkar að taka. Sumir hafa alist upp við léleg gæði næringarfræðalega séð. En það var alltaf hollur og góður matur á borðum á æskuheimili mínu. Ég fór svo í húsmæðraskóla, og hef séð um að elda og borða hollt. Sem hefur séð um margt í mér til að ná að vera hér næstum áttræð. Og það þrátt fyrir nokkrar sérkennileg viðhorf annarra einstaklinga með ábyrgðaleysi. Sem hefði getað látið mig deyja. En ekkert þeirra tengt lífsstíl mínum. Ábyrgð okkar fyrir heilsu okkar er mikilvægt atriði. Og sjáum við því miður að allt of fáir hafa tengt sig eigin ábyrgð fyrir. Atriði sem sést í aukinni offitu og lífsstíls tengdum sjúkdómum í verslunarmiðstöðvum og sögur um í fréttum víða um heim. Vandamál sem er hægt að hindra með að nota þá fræðslu og þekkingu sem er til staðar um hvað er hollt og æskilegt, og hvað geti stytt lífsmöguleika okkar. Við sjáum í því að stór hluti mannkyns lifir meira út frá eigin augnabliks vanhugsuðum viðbrögðum. En frá því að finna í líkamanum hvað slæma fæðan er að gera þeim. Vörur beint frá náttúrunni, kjöt, fiskur, grænmeti, jurtir, hnetur og góð olía eru á lista hollrar fæðu en ofunnin fæða leynir oft allskonar rotvarnar efnum til að halda vörunni seljanlegri lengur. Þá kemur upp spurningin um ábyrgð fyrirtækja sem skapa og selja óhollustu. Og ábyrgð ríkisstjórna um að næg fræðsla um mikilvægi hollustu sé kennd í skólum frá upphafi. Nú er nýbúið að sanna að óholl fæða eyðileggur heilann líka, ekki bara önnur líffæri líkamans. Heimurinn á eftir að lenda í slæmum málum ef þessu heldur áfram og fólk vaknar ekki til að taka alla þá ábyrgð á heilsu sinni sem möguleg er með að borða rétt. Svo er það ábyrgð stofnana að sjá um að lögum og reglum hinna almennu umferðar-reglna samfélagsins sé fylgt. Ábyrgð foreldra ´fyrir börnum er mjög flókið mál af því að ekkert foreldri getur gert betur með þau atriði en það, sem er í þeim frá lífi sínu með foreldrum. Nema ef almennileg kennsla væri veitt í gagnfræðaskólum. Svo að þá enda afkomendur með skaðann. En þegar einstaklingar fá þær bestu grunngjafir frá foreldrum sem er frá því tilfinningalega veganesti sem þau fengu og börnin njóta góðs af. Þá fara þau vel sett út í heiminn. Svo er það veruleiki að sálir koma með það að setja hjartað í eitthvað. Það er ekki alltaf um barneignir. En börn sjálfvirkt vænta þess að tengjast hjörtum þeirra sem setja þau í heiminn og þau búa með. Þegar það gerist ekki af því að hjörtu foreldra voru í aðra átt. Þá upplifa þau sig sem eiginlega hálf-ættleidd eða með einhverja aðra snúna upplifun frá lífinu með þeim. Andlegt ofbeldi hefur líka sett konur í barneignir sem einskonar skyldu án þess að bera þá virðingu fyrir henni um hvar hún sé stödd um framtíð lífs síns. Og börnin verða þá oft beinir og óbeinir þolendur þess á ýmsan hátt. Slík pína verður þá að langtíma tilfinningalegum kostnaði, og eru gerendur með sinn stóra skammt ábyrgðar um þá útkomu af því að þau höfðu ekki tækifæri til að tjá sig um eigin erfiðu reynslu. Hvernig er hægt að sjá ábyrgð í leiðtogum þjóða sem telja sig trúaða en leyfa sér að drepa og eyðileggja í græðgi til að fá meira land? Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun