Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar