Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun