Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar 22. júlí 2025 07:31 Svona virkar lýðræði einfaldlega ekki. Þetta er ekki sigur, heldur kúgun. Hér var beitt málþófi – aðferð sem lýðræðinu ber ekki að líða nema í mjög afmörkuðum og alvarlegum tilvikum. Málþóf er valdníðsla minnihlutans gagnvart meirihlutanum. Það er aðgerð sem lýsir vanvirðingu við lýðræðislegt ferli og dregur úr trausti til þingsins. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við sérstakar aðstæður: Þegar gjá er milli þings og þjóðar. Þegar verið er að eyða almannafé í gæluverkefni eða þegar ígrundaðar ákvarðanir eru fjarverandi. Þegar lög ganga gegn stjórnarskrá. Í slíkum tilvikum á markmiðið að vera að ná samkomulagi við stjórnvöld – eða knýja fram þjóðaratkvæði. Það er leiðin sem lýðræðið krefst. Í nýlegu tilviki – þar sem mál var tafið og þinghald framlengt án árangurs – var ekki gerð nein krafa um þjóðaratkvæði. Þvert á móti var sendur sá boðskapur, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það: „Við hleypum þessu máli aldrei í gegn.“ Það er ekki lýðræði – það er valdníðsla. Það er pólitískt ofbeldi. Aðferðirnar skipta máli Það sem hér á sér stað snýst ekki um hvort málið hafi verið gott eða slæmt. Sjálfur tel ég að frumvarpið hafi komið allt of seint fram, verið illa undirbúið og líklegt til að valda sjávarbyggðum skaða. En það réttlætir ekki aðferðirnar. Aðferðafræðin – valdníðslan – er það sem skiptir máli í þessu samhengi. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmi um rangar aðferðir. Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, setti Ísland á lista yfir hryðjuverkaríki eftir hrun. Ekki vegna þess að hann trúði að við ættum heima þar – heldur einfaldlega af því að hann gat það. Slík valdbeiting er ranglát og öfug. Hún breytir umræðu í einhliða ákvörðun. Hún kallar yfir sig hatrömm viðbrögð. Viljum við ganga þá leið? Lýðræðið krefst ábyrgrar ákvarðanatöku Málþóf stjórnarandstöðunnar nú var réttlætt með því að frumvarpið væri skaðlegt. Kannski var það rétt mat – en lýðræðisleg leið til að bregðast við slíku er að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og hugsanlega með því að fella ríkisstjórnina. Það eru lögmætar leiðir. Stundum hefur andóf minnihluta leitt til þess að ríkisstjórnir hafa boðað kosningar – lagt mál í hendur kjósenda. Ef það hefði gerst nú, hefði stjórnarandstaðan þurft að standa með því. En ef til vill hefði það farið á annan veg. Útgerðin hefur nefnilega – með framkomu sinni – grafið undan trúverðugleika í þessum málum: Flutningur kvóta úr byggðarlögum án bóta, yfirlýsingar um eignarhald á auðlindinni, greiðsla óhóflegrar arðsemi og kvótakaup á uppsprengdu verði sem hluta hefði átt að beina til ríkisins. Þetta skapar málinu sérstaka stöðu. Hún kallar fram órökréttar ákvarðanir byggðar á fortíð – ekki framtíð. Umræðan á að ráða, ekki stöðvunin Ég ber mikla virðingu fyrir lýðræðinu – og tel að það eigi að verja með öllu sem maður hefur. Um það fjallar þessi grein. Menn voru einfaldlega ekki sammála um málið – en lýðræðið krefst umræðu og röksemda, ekki stöðvunar. Ef ekkert samkomulag næst, þá á að kjósa. Tískan sem hættuleg getur orðið Miðflokkurinn hefur aukið fylgi sitt með málþófi gegn Orkupakkanum– en þar var krafan skýr: þjóðaratkvæði. Það gaf málstaðnum réttmæti. En nú telja margir að málþóf sé einfaldlega leiðin til vinsælda. Það er hættuleg þróun. Stjórnarandstaðan fór nærri mörkum hins leyfilega. Kristrún hefði getað ákveðið að slíta þingi og boða til kosninga – og samkvæmt dagatali hefðu þær getað farið fram 23. ágúst. Þá hefði þetta eina mál orðið miðpunktur kosningabaráttunnar. Hefði það verið í hag minni flokkanna? Líklega ekki. Nú verður andstaðan að útskýra málþóf sitt – annars gæti reynst torvelt að sannfæra almenning um að kjósa gegn inngöngu í ESB. Hún mun þurfa að sýna fram á að hún standi vörð um auðlindina fyrir þjóðina – en nú lítur það út fyrir að hún standi vörð um fyrirtækin (einkahgsmuni). Þetta gæti snúist gegn henni – ekki bara núna, heldur um langa framtíð. Hver sem vill má vera ánægður með það – en stjórnaranstæðingar þess tima. gætu þurft að naga neglurnar upp í kviku. Pandóruboxið hefur nú verið opna vegna þess að menn vita ekki sinn vitjunartíma. Undirritaður hefur alla tíð kosið einn af stjórnarandstöðuflokkunum sem nú eiga sæti á þingi. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Svona virkar lýðræði einfaldlega ekki. Þetta er ekki sigur, heldur kúgun. Hér var beitt málþófi – aðferð sem lýðræðinu ber ekki að líða nema í mjög afmörkuðum og alvarlegum tilvikum. Málþóf er valdníðsla minnihlutans gagnvart meirihlutanum. Það er aðgerð sem lýsir vanvirðingu við lýðræðislegt ferli og dregur úr trausti til þingsins. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við sérstakar aðstæður: Þegar gjá er milli þings og þjóðar. Þegar verið er að eyða almannafé í gæluverkefni eða þegar ígrundaðar ákvarðanir eru fjarverandi. Þegar lög ganga gegn stjórnarskrá. Í slíkum tilvikum á markmiðið að vera að ná samkomulagi við stjórnvöld – eða knýja fram þjóðaratkvæði. Það er leiðin sem lýðræðið krefst. Í nýlegu tilviki – þar sem mál var tafið og þinghald framlengt án árangurs – var ekki gerð nein krafa um þjóðaratkvæði. Þvert á móti var sendur sá boðskapur, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það: „Við hleypum þessu máli aldrei í gegn.“ Það er ekki lýðræði – það er valdníðsla. Það er pólitískt ofbeldi. Aðferðirnar skipta máli Það sem hér á sér stað snýst ekki um hvort málið hafi verið gott eða slæmt. Sjálfur tel ég að frumvarpið hafi komið allt of seint fram, verið illa undirbúið og líklegt til að valda sjávarbyggðum skaða. En það réttlætir ekki aðferðirnar. Aðferðafræðin – valdníðslan – er það sem skiptir máli í þessu samhengi. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá dæmi um rangar aðferðir. Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, setti Ísland á lista yfir hryðjuverkaríki eftir hrun. Ekki vegna þess að hann trúði að við ættum heima þar – heldur einfaldlega af því að hann gat það. Slík valdbeiting er ranglát og öfug. Hún breytir umræðu í einhliða ákvörðun. Hún kallar yfir sig hatrömm viðbrögð. Viljum við ganga þá leið? Lýðræðið krefst ábyrgrar ákvarðanatöku Málþóf stjórnarandstöðunnar nú var réttlætt með því að frumvarpið væri skaðlegt. Kannski var það rétt mat – en lýðræðisleg leið til að bregðast við slíku er að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og hugsanlega með því að fella ríkisstjórnina. Það eru lögmætar leiðir. Stundum hefur andóf minnihluta leitt til þess að ríkisstjórnir hafa boðað kosningar – lagt mál í hendur kjósenda. Ef það hefði gerst nú, hefði stjórnarandstaðan þurft að standa með því. En ef til vill hefði það farið á annan veg. Útgerðin hefur nefnilega – með framkomu sinni – grafið undan trúverðugleika í þessum málum: Flutningur kvóta úr byggðarlögum án bóta, yfirlýsingar um eignarhald á auðlindinni, greiðsla óhóflegrar arðsemi og kvótakaup á uppsprengdu verði sem hluta hefði átt að beina til ríkisins. Þetta skapar málinu sérstaka stöðu. Hún kallar fram órökréttar ákvarðanir byggðar á fortíð – ekki framtíð. Umræðan á að ráða, ekki stöðvunin Ég ber mikla virðingu fyrir lýðræðinu – og tel að það eigi að verja með öllu sem maður hefur. Um það fjallar þessi grein. Menn voru einfaldlega ekki sammála um málið – en lýðræðið krefst umræðu og röksemda, ekki stöðvunar. Ef ekkert samkomulag næst, þá á að kjósa. Tískan sem hættuleg getur orðið Miðflokkurinn hefur aukið fylgi sitt með málþófi gegn Orkupakkanum– en þar var krafan skýr: þjóðaratkvæði. Það gaf málstaðnum réttmæti. En nú telja margir að málþóf sé einfaldlega leiðin til vinsælda. Það er hættuleg þróun. Stjórnarandstaðan fór nærri mörkum hins leyfilega. Kristrún hefði getað ákveðið að slíta þingi og boða til kosninga – og samkvæmt dagatali hefðu þær getað farið fram 23. ágúst. Þá hefði þetta eina mál orðið miðpunktur kosningabaráttunnar. Hefði það verið í hag minni flokkanna? Líklega ekki. Nú verður andstaðan að útskýra málþóf sitt – annars gæti reynst torvelt að sannfæra almenning um að kjósa gegn inngöngu í ESB. Hún mun þurfa að sýna fram á að hún standi vörð um auðlindina fyrir þjóðina – en nú lítur það út fyrir að hún standi vörð um fyrirtækin (einkahgsmuni). Þetta gæti snúist gegn henni – ekki bara núna, heldur um langa framtíð. Hver sem vill má vera ánægður með það – en stjórnaranstæðingar þess tima. gætu þurft að naga neglurnar upp í kviku. Pandóruboxið hefur nú verið opna vegna þess að menn vita ekki sinn vitjunartíma. Undirritaður hefur alla tíð kosið einn af stjórnarandstöðuflokkunum sem nú eiga sæti á þingi. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun