Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2025 19:00 Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun