Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike, Bjarni Þórður Bjarnason og Tómas Már Sigurðsson skrifa 31. október 2025 08:03 Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur undanfarin misseri ritað pistla í fjölmiðla þar sem hann vegur að HS Orku og eigendum félagsins. Höfundur fjallar um lántöku félagsins sem hann telur lið í skattasniðgöngu og viðskiptafléttum þess. Eigendur HS Orku eru vændir um félagaflækjur og óheiðarleika og vegið er að öllum þeim sem eru í fyrirsvari félagsins. Ekki verður lengur setið þegjandi undir þessum málflutningi. Hann gefur raunar kjörið tækifæri til að vekja athygli á þeirri miklu innviðauppbyggingu sem HS Orka hefur ráðist í síðustu misseri og ár. Lán til framkvæmda við stækkun Svartsengis Gert er tortryggilegt lán sem hluthafar veittu fyrirtækinu árið 2022 og því haldið fram að þörf HS Orku á láni sé óljós. Slík fullyrðing kemur á óvart því eðilegt er að fjárhagslega sterk fyrirtæki með hátt eiginfjárhlutfall geti útvegað sér lán til frekari vaxtar og fjárfestinga. Hið rétta er að til að fjármagna yfirstandandi stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi, sem hófust vorið 2022, ákváðu fulltrúar eigenda að leggja til fé svo unnt yrði að kosta verkið að fullu og ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Heildarkostnaður er áætlaður um 12,5 milljarðar króna og er verkið á áætlun, bæði kostnaðarlega og tímalega, þrátt fyrir miklar áskoranir af náttúrunnar hendi á byggingartíma. Stefnt er að gangsetningu nýja hluta orkuversins fyrir lok þessa árs. Hluthafalánið var framlag eigenda á móti framkvæmdaláni viðskiptabanka HS Orku, sem gerðu kröfu um aðkomu eigenda að fjármögnuninni. Lánið var um 40% af heildarkostnaði verkefnisins og var metið á markaðskjörum sambærilegra lána af óháðum alþjóðlegum sérfræðingum og þess gætt að það uppfyllti skilyrði laga og reglna í hvívetna. Endurfjármögnun í skugga jarðhræringa Á síðari hluta árs 2023 var hafist handa við endurfjármögnun félagsins á sama tíma og framkvæmdum í Svartsengi var fram haldið. Það sýndi tiltrú lánveitenda á félaginu og framtíðaráformum þess þegar tókst að endurfjármagna félagið um mitt ár 2024 hjá innlendum og erlendum aðilum gegn áframhaldandi framlagi eigenda. Í skugga jarðhræringa á Reykjanesi var það því gleðiefni þegar endurfjármögnun HS Orku, sem er samfélagslega mikilvægur innviður á Suðurnesjum, var í höfn. Tugmilljarða fjárfesting á fáum árum Frá vormánuðum 2019 hefur HS Orka verið í helmingseigu Jarðvarma, sem er eign fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, og breska sjóðsstýringafélagsins Ancala, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum víða um heim. Í stjórn HS Orku sitja einstaklingar með víðtæka reynslu og fagþekkingu af rekstri orku- og innviðafyrirtækja, jafnt hér heima sem erlendis. Frá því að núverandi eigendur tóku við og fram á þennan dag hefur HS Orka varið milljörðum íslenskra króna til innviðauppbyggingar hér á landi, einkum á Suðurnesjum. Reykjanesvirkjun var stækkuð og verið er að stækka og endurbæta orkuverið í Svartsengi. Einnig tók HS Orka nýja vatnsaflsvirkjun að Brú í Biskupstungum í notkun árið 2020. Samtals er um að ræða 38 milljarða króna í beinni fjárfestingu í íslenskum orkuinnviðum á síðustu fimm árum. Raunar væri það efniviður í aðra grein að bera saman fjárfestingar HS Orku við fjárfestingar annarra fyrirtækja á sama tímabili, ekki einungis innan orkugeirans. Þjóðhagslega mikilvæg verkefni í undirbúningi Í framhaldi af þeim miklu fjárfestingum sem taldar eru hér upp undirbýr HS Orka stór og þjóðhagslega mikilvæg verkefni á Vestfjörðum og á Reykjanesskaganum. Þessi verkefni verða lóð á vogarskálar orkuöryggis á Íslandi og auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins, gangi áætlanir eftir. Ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur fjárfest hlutfallslega meira en HS Orka í uppbyggingu orkuvinnsluinnviða hér á landi á síðustu árum. Stjórn fyrirtækisins og hluthafar hafa stutt dyggilega við fyrirtækið í uppbyggingarfasa síðustu ára og sama má segja varðandi metnaðarfull framtíðaráform þess um áframhaldandi uppbyggingu á Íslandi. Ef þau áform raungerast fela þau í sér tugmilljarða króna fjárfestingar á vegum HS Orku á næstu árum til viðbótar þeim sem nefndar hafa verið hér. Það munar um minna. Adrian Pike, formaður stjórnar HS Orku Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður stjórnar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun