Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar 31. október 2025 07:03 Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Marokkó Vestur-Sahara Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum, 31. október 1975, héldu fyrstu hersveitir Marokkóhers yfir landamærin til nágrannalandsins Vestur-Sahara – sem þá nefndist raunar Spænska-Sahara. Tildrögin voru þau að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrr í sama mánuði kveðið upp þann úrskurð að Spánverjum bæri að yfirgefa þessa síðustu nýlendu sína í Afríku og íbúar landsins, Sahrawi-þjóðin, skyldi sjálf fá að ákveða framtíð sína. Dómurinn hafnaði jafnframt landakröfum grannríkjanna Marokkó og Máritaníu. Marokkóstjórn ákvað þegar að hafa þennan úrskurð að engu. Hermenn voru sendir á vettvang og viku síðar skipulagði konungsstjórnin í Marokkó gríðarfjölmenna aðgerð sem kölluð var „Græna gangan“, þar sem hundruð þúsunda Marokkómanna héldu inn í Vestur-Sahara. Gangan varð til þess að herforingjastjórnin á Spáni, sem riðaði til falls þar sem Franco foringi hennar lá á banabeði, dró sig í skyndi frá landinu. Við tók blóðug styrjöld milli herja Marokkó, Máritaníu og sjálfstæðishreyfingar Sahrawi-þjóðarinnar, Polisario. Niðurstaða styrjaldarinnar var nánast fullnaðarsigur Marokkó sem sölsaði undir sig mestallt landið, þar með talið nær allar náttúruauðlindir. Til að nýta þessi stolnu landgæði voru þegar hafnir stórfelldir flutningar Marokkóbúa til Vestur-Sahara. Sahrawi-þjóðin var klofin í tvennt. Hluti hennar hefur mátt sætta sig við að vera annars flokks þegnar í eigin landi, en hinn hlutinn hefst við á þunnri landræmu í eyðimörkinni, sem er girt af með lengsta aðskilnaðarmúr í heimi og aragrúa jarðsprengja eða býr í flóttamannabúðum í grannríkinu Alsír. Þar hafa nú heilu kynslóðirnar alist upp við hörmulegar aðstæður og með litla von um betri framtíð. Hernám og arðrán Marokkóstjórnar í Vestur-Sahara er eitt grímulausasta brot samtímans á alþjóðalögum og gegn sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Pólitísk hentistefna ríkja á borð við Frakka og í seinni tíð ríkisstjórnar Donalds Trump hefur gert stjórninni í Rabat kleift að fótum troða mannréttindi og gefa alþjóðasamfélaginu langt nef. Fyrir smáríki eins og Ísland, ættu örlög Sahrawi-fólksins, fiskveiðiþjóðar við Atlantshaf með álíka íbúafjölda og okkar, að vera sérstakt áhugaefni. Alþingi samþykkti þingsályktun vorið 2014 þar sem stuðningurinn við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara var áréttaður og utanríkisráðherra falið að halda þeim sjónarmiðum á lofti á alþjóðavettvangi. Í kjölfarið ræddi þáverandi utanríkisráðherra um málefni Vestur-Sahara í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Íslands saumuðu að kollegum sínum frá Marokkó á vettvangi Mannréttindaráðsins. Full ástæða er til að hvetja núverandi utanríkisráðherra Íslands til að halda þessari baráttu áfram. Höfundur er sagnfræðingur og vinur Vestur-Sahara.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun