Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 19:10 Frá landsfundi Samfylkingarinnar sem berst nú við mikið fylgistap. Vísir/HMP Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Alþingi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Töluverð hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Píratar og Vinstrihreyfingin - grænt framboð bæta við sig en að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins milli mánaða er framkemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. Það er tæplega fjórum prósentustigum meira en fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig milli mánaða en tæplega 22% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til kosninga nú. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan skömmu eftir hrun bankakerfisins undir lok árs 2008. Samfylkingin ríður heldur ekki feitum hesti frá könnuninni. Rúmlega 9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag sem er um þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði. Samfylkingin hefur ekki notið minni hylli meðal kjósenda frá því frá því í maí 1998 þegar hann bauð fyrst fram.Mynd/GallupFylgi Framsóknarflokksins og Bjartrar framtíðar minnkar lítið milli mánaða. Liðlega 11 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og rösklega 4 prósent Bjarta framtíð. Yrði það niðurstaðan í næstu kosningum myndi Björt framtíð þurrkast út af þingi.Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina en 34 prósent kjósenda segjast nú styðja hana - það er tveimur prósentustigum minni stuðningur en í síðasta mánuði. Könnunin var gerð dagana 6. til 30. ágúst. 4290 voru í úrtaki Gallup, svarhlutfallið var 56,9%. Af þeim sem svöruðu nefndu 76,8% einhvern flokk, 11,5% tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara og 11,7% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörkin í könnuninni eru 0,9-2,2%, að því er kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Alþingi Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira