Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Árni Sæberg skrifar 19. desember 2025 17:04 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segist ekki ætla að leggja niður Rás 2. Vísir/Ívar Fannar Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í dag. Í aðgerðaráætlun, sem lesa má hér, segir að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki nauðsynlegt að fjöldinn sé tilgreindur í lögum Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Gríðarlega mikilvægur vettvangur Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra að loknum blaðamannafundi ráðherra og spurði sérstaklega út í það hvort til stæði að leggja niður Rás 2. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur. Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ segir hann. Í raun sé eingöngu verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins og eftir breytingar verði það undir Ríkisútvarpinu komið á hverjum tíma hvernig það hagar sínum miðlum. „Ég held að það sé allt í góðu lagi að hafa það með þeim hætti.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í dag. Í aðgerðaráætlun, sem lesa má hér, segir að felldar verði út kvaðir um fjölda rása Ríkisútvarpsins. Breytingartillagan miði að því að auka sveigjanleika við miðlun dagskrárefnis Ríkisútvarpsins. Ekki nauðsynlegt að fjöldinn sé tilgreindur í lögum Ekki sé talið nauðsynlegt eða æskilegt að fjöldi hljóðvarps- og útvarpsstöðva sem dreift er á vegum Ríkisútvarpsins sé sérstaklega tilgreindur í lögum, heldur taki starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins til þess að taka slíkar ákvarðanir um umfang starfseminnar. Gildandi ákvæði laga sé svohljóðandi: Ríkisútvarpið skal dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Lagt sé til að það verði svohljóðandi: Ríkisútvarpið skuli dreifa efni til alls landsins og næstu miða með hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Gríðarlega mikilvægur vettvangur Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður ræddi við Stefán Eiríksson útvarpsstjóra að loknum blaðamannafundi ráðherra og spurði sérstaklega út í það hvort til stæði að leggja niður Rás 2. „Það held ég ekki. Rás 2 er gríðarlega mikilvægur vettvangur. Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ segir hann. Í raun sé eingöngu verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins og eftir breytingar verði það undir Ríkisútvarpinu komið á hverjum tíma hvernig það hagar sínum miðlum. „Ég held að það sé allt í góðu lagi að hafa það með þeim hætti.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira